fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Vetrarböð eru hugsanlega ekki eins holl og margir halda

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. október 2022 16:00

Þetta er að sögn hollt. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi hefur verið rætt og rannsakað hversu heilsusamleg vetrarböð eru. Margir telja þau allra meina bót en aðrir eru efins um hollustu þess að skella sér í ískalt vatn að vetri til og þurfa jafnvel að vera með húfu á meðan til að halda hita á höfðinu.

Hópur vísindamanna, meðal annars frá norska UiT Arktiske háskólanum, birti nýlega rannsókn þar sem niðurstaða þeirra er að þeir eru ekki vissir um hvort vetraböð séu holl.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu International Journal of Circumpolar Health. Niðurstaða hennar er að ekki sé hægt að sýna fram á orsakasamhengi á milli vetrarbaða og heilbrigðis.

Niðurstöðurnar benda þó til að vetrarböð geti haft þau áhrif að það dregur úr magni líkamsfitu hjá karlmönnum og dregur úr líkunum á að fá sykursýki. Scottish Daily Express skýrir frá þessu.

Rannsóknin byggist á yfirferð yfir 104 aðrar rannsóknir þar sem heilsufarslegur ávinningur af vetrarböðum var rannsakaður.

Vísindamennirnir segja að margar af rannsóknunum sýni að það hafi margvísleg áhrif á líkamanna að kalt vatn lendi á honum. En það er bara erfitt að svara hvort þessi áhrif eru holl.

Vísindamennirnir telja að margir aðrir þættir geti skýrt bætt heilsufar, til dæmis meiri hreyfing, betri tök á stressi, félagsleg samskipti og jákvæðari hugsanagangur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Í gær

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“