fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Guðrún saup hveljur og var skíthrædd í gærkvöldi – „Þetta er orðið miklu verra heldur en þetta var hér áður“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 30. september 2022 12:59

Til vinstri: Mynd af Guðrúnu: Fréttablaðið/Aðsend - Til hægri: Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Newman, íbúi í borginni Sarasota í Flórída, Bandaríkjunum, segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi aldrei upplifað neitt eins og óveðrið þar í gærkvöldi. Guðrún hefur búið á svæðinu í meira en fjóra áratugi en fellibylurinn Ian, sem gekk yfir í gær, var að hennar sögn verri en allt annað sem áður hefur komið.

„Þetta var í tólf klukkutíma sem húsið var barið út í gegn af rigningu og roki,“ segir Guðrún en hún hélt að þakið myndi fara af húsinu, þrátt fyrir að það sé frekar nýlegt. „Maður bara saup hveljur hérna, ég var alveg skíthrædd,“ segir hún.

Hvorki Guðrún né fjölskylda hennar slasaðist í storminum, þá er einnig í laig með alla Íslendina sem Guðrún þekkir á svæðinu. „Það er allt í lagi með þá, þó að það hafi kannski rifnað aðeins af þakinu hjá sumum. En það er allt í lagi með alla og allir á lífi.“

Húsin í hverfinu hennar Guðrúnar sluppu nokkuð vel miðað við aðstæður þar sem þau eru byggð eftir síðustu aldamót. Það sama er þó ekki að segja um eldri húsin á svæðinu en Guðrún segir dæmi um að heilu húsin hafi hreinlega fokið.

„Það versta var að rokið var svo mikið að það var ekkert hægt að reyna að laga neitt. Skilti og annað fauk bara um eins og pílur sem fóru inn í húsin. Fólk átti ekki von á svona miklu roki og líka í svona langan tíma.“

Guðrún segir í samtali sínu við Fréttablaðið að það hafi greinilega orðið breytingar á veðri síðan hún byrjaði að búa í Bandaríkjunum. Til að mynda hafi þrumuveður yfirleitt verið bara smá stormur og einhverjar eldingar.

„En þegar við fáum þetta núna þá eru þetta svo ofboðslega miklar eldingar. Það kom til dæmis ein hérna í garðinn hjá mér fyrir mánuði síðan og þá blossaði bara upp af henni. Þetta er orðið miklu verra heldur en þetta var hér áður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Í gær

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Í gær

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út