fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Pressan

Kennari sagður hafa drepið nemanda sinn vegna stafsetningarvillu

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 28. september 2022 12:30

Til vinstri: Nikhil Dohre - Til hægri: Mynd úr safni/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Indlandi leitar nú að kennara sem sakaður er um að hafa barið nemanda sinn til dauða vegna stafsetningarvillu. Nikhil Dohre hét nemandinn sem um ræðir en kennarinn á að hafa barið hann með priki og sparkað í hann þar til hann missti meðvitund. Dohre á að hafa skrifað orðið „social“ vitlaust á prófi samkvæmt skýrslu sem faðir hans gaf lögreglunni.

Dohre, sem var aðeins 15 ára gamall, lést á mánudaginn vegna áverkanna sem hann hlaut við barsmíðar kennarans. Dohre var hluti af Dalit stéttinni, neðstu stétt stéttasamfélagsins á Indlandi, en samkvæmt Rishi Kumar, frænda Dohre, hyllir kennarinn þeim er koma úr efri lögum samfélagsins.

„Hann er á flótta en við munum handtaka hann fljótlega,“ segir lögreglumaðurinn Mahendra Pratap Singh í samtali við AFP.

Hundruðir manna komu saman á mánudaginn í kjölfar þess sem það frétti af dauða Dohre og mótmælti. Kröfur mótmælenda eru þær að kennarinn verði handtekinn áður en lík drengsins verður brennt. Um það bil 12 voru handtekin á mótmælunum sem fóru ekki að öllu fram með friðsamlegum hætti en mótmælendur kveiktu til að mynda í lögreglubíl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Robert Prevost er fyrsti bandaríski páfinn – Valdi sér nafnið Leó XIV

Robert Prevost er fyrsti bandaríski páfinn – Valdi sér nafnið Leó XIV
Pressan
Í gær

Segir að heimsbyggðin þurfi að búa sig undir sláandi upplýsingar í máli Madeleine

Segir að heimsbyggðin þurfi að búa sig undir sláandi upplýsingar í máli Madeleine
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim