fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

153 milljónum tonna af mat er hent í ESB árlega – Meira en er flutt inn til aðildarríkjanna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 2. október 2022 10:30

Miklu magni af mat er hent árlega. Ljósmynd: DV/Bjartmar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árlega er 153 milljónum tonna af mat hent í aðildarríkjum ESB. Þetta er meira magn en er flutt inn til aðildarríkjanna. Með því að taka á þessari miklu matarsóun væri hægt að taka hækkun matarverðs föstum tökum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um málið að sögn the Guardian. Fram kemur að magnið sé tvöfalt meira en áður var talið. Árlega flytja aðildarríkin 138 milljónir tonna af mat inn frá útlöndum.

Magn hveitis, sem er sóað í ESB, er tæplega helmingur þess magns sem flutt er út frá Úkraínu og fjórðungur af öðrum kornútflutningi ESB.

Frank Mechielsen, forstjóri Feedback EU, sem gerði rannsóknina, sagði að á tímum hás matvælaverðs og framfærslukostnaðar sé hneyksli að aðildarríki ESB hendi hugsanlega meiri mat en er fluttur inn til aðildarríkjanna. Nú sé ESB í dauðafæri til að setja sér lagalega bindandi markmið um að draga úr matarsóun um helming fyrir 2030 og með því leggja sitt af mörkum til að takast á við loftslagsbreytingarnar og styrkja fæðuöryggi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því
Pressan
Í gær

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“