fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Mátti þola ógeðfellt kynþáttaníð í gærkvöldi en svaraði á besta mögulega hátt

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 07:13

Richarlison

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Richarlison, leikmaður Tottenham og brasilíska landsliðsins mátti þola ógeðfellt kynþáttaníð í sinn garð á meðan að leik Brasilíu og Túnis stóð í gær.

Leikurinn fór fram á Parc des Prince leikvanginum í París.

Richarlison kom Brasilíu í 2-1 forystu á 19. mínútu og er hann fagnaði marki sínu var banana hent inn á völlinn í áttina að honum.

Richarlison svaraði þessu á besta mögulega hátt í leiknum með því að bæta við Stöð sendingu í leik sem endaði með 5-1 sigri Brasilíu.

Fred, liðsfélagi Richarlison hjá brasilíska landsliðinu og leikmaður Manchester United sag hvað var að eiga sér stað og sparkaði banananun í burtu.

Fyrir leik höfðu leikmenn Brasilíu lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn kynþáttaníð og setið fyrir  á myndatöku þar sem liðið stóð saman og hélt á borða sem á stóð:

„Án svörtu leikmanna okkar væru þessar stjörnur ekki á búningnum.”

Stjörnurnar á búningi brasilíska landsliðsins tákna fjölda heimsmeistaratitla sem liðið hefur unnið í gegnum söguna.

Leikmenn Brasilíu fyrir leik gærkvöldsins
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur