fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Íslenska ríkið fær leyfi til að áfrýja dómi yfir nígerískum karlmanni til Hæstaréttar – Fékk 19 milljónir króna í miskabætur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. september 2022 16:50

Hæstiréttur. Mynd: Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska ríkið hefur fengið leyfi til þess að áfrýja tilteknum dómi Landsréttar til Hæstaréttar á grundvelli þess að málið gæti verið fordæmisgildandi.

Í umræddum dómi var íslenska ríkinu gert að greiða nígerískum karlmanni 19 milljónir króna í miskabætur. Ástæðan var sú að manninum var gert að sæta gæsluvarðhaldi í ellefu mánuði, sex á Ítalíu og fimm á Íslandi, vegna rannsóknar á sakamáli sem leiddi til þess að hann fékk tveggja mánaða fangelsisdóm. Gæsluvarðhaldið var því margfalt lengra en refsingin sem maðurinn var dæmdur til.

Maðurinn krafðist bóta vegna þessara 269 daga sem hann sat að ósekju í gæsluvarðandi og fór hann einnig fram á bætur vegna farbanns sem hann sætti frá því að hann losnaði úr gæsluvarðhaldi og þar til að dómur var kveðinn upp í málinu.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst  að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið ætti að greiða manninum 4,5 milljónir króna í bætur. Ákvörðunin byggðist á því að maðurinn ætti eingöngu að fá bætur fyrir þá fimm mánuði sem hann sat í gæsluvarðhaldi á Íslandi en ekki það hálft ár sem hann var í gæsluvarðhaldi á Ítalíu en þá var verið að takast á um kröfu íslenskra stjórnvalda um framsal.

Landsréttur ákvað hins vegar að maðurinn ætti rétt á miskabótum fyrir alla ellefu mánuðina enda byggðist gæsluvarðahaldið á Ítalíu á framsalskröfu íslenska ríkisins.

Sakamálið, sem maðurinn fékk dóm fyrir, snerist um netglæp sem framinn var árið 2015. Þá komst aðili inn í tölvupóstsamskipti íslensks fiskútflutningsfyrirtæki og suður-kóresks innflytjanda og tókst að láta síðarnefnda fyrirtækið millifæra 54 milljónir króna inn á annan reikning en vant var .

Þrír Íslendingar og nígerískur karlmaður sem býr á Ítalíu voru handtekin við rannsókn málsins. Íslendingarnir sátu í gæsluvarðhaldi í viku en Nígeríumaðurinn sætti gæsluvarðhaldi í ellefu mánuði, eins og áður segir. Íslendingarnir voru að lokum sakfelldir fyrir peningaþvætti af ásetningi og dæmdir til átta, tíu og tólf mánaða fangelsisrefsingar. Nígeríumaðurinn var hins vegar sakfelldur fyrir peningaþvætti af gáleysi og dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“
Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“