fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Tekur hótunum Pútíns alvarlega – „Hættulegt augnablik“ að eiga sér stað

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 24. september 2022 16:10

Til vinstri: Josep Burell - til hægri: Vladímír Pútín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joseph Borell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir að Evrópusambandið verði að taka hótunum Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, alvarlega. Í samtali við BBC segir Borell að nú sé „hættulegt augnablik“ að eiga sér stað í stríðinu.

Hótanirnar sem Borell vísar til komu í ávarpi frá Pútín fyrr í vikunni. Í ávarpinu sagði Pútín að Rússland byggi yfir mismunandi gereyðingarvopnum og að hann myndi nota allt í vopnabúrinu til að vinna stríðið. „Ég er ekki að plata,“ sagði hann svo.

Í sömu ræðu tilkynnti forsetinn um herkvaðningu sem hefur valdið því að fjölmargir Rússar freista þess nú að flýja landið til að koma sér hjá því að verða sendir á víglínurnar. Herkvaðningin nær þó ekki til allra, einungis þeirra sem eru í varaliði hersins.

Lesa meira: Pútín tilkynnir um herkvaðningu -„Ég er ekki að plata“

Illa hefur gengið hjá rússneska hernum í stríðinu að undanförnu en úkraínski herinn hefur náð að ýta þeim til baka á nokkrum vígvöllum. „Það er búið að ýta rússneska hernum út í horn og viðbrögð Pútíns við því – að hóta því að nota kjarnorkuvopn – það er mjög slæmt,“ segir Borell. „Þegar fólk segist ekki vera að plata, þá verðurðu að taka því alvarlega.“

Borell segir að það verði að diplómatísk lausn á stríðinu verði að nást og að sú lausn verði að koma til með að varðveita fullveldi sem og landhelgi Úkraínu. „Hin lausnin er að klára þetta stríð en þá verður ekki friður og við munum fá annað stríð,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Í gær

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“