fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

„Það má ekkert lengur“ auglýsingunni hrósað í hástert – „Ég fékk gæsahúð“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 24. september 2022 13:02

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það má ekkert lengur,“ syngur kórinn í nýrri auglýsingu starfsendurhæfingarsjóðsins Virk en auglýsingin er gerð til að vekja fólk til umhugsunar um kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Auglýsingastofan Hvíta húsið vann auglýsinguna og kemur hugmyndin að útfærslunni frá þeim.

Í auglýsingunni eru gefin dæmi um kynferðislega áreitni sem getur átt sér stað á vinnustöðum, svo sem óvelkomnar snertingar og kynferðislegar myndsendingar. Í lok auglýsingarinnar er svo skotið á orðræðu sem reglulega kemur upp þegar talað er um mál eins og kynferðislega áreitni. „Ég var bara að grínast!“ segir til dæmis einn af gerendunum í auglýsingunni. „Maður er bara skíthræddur hérna,“ segir svo annar gerandi.

„Þvílík móðursýki alltaf hreint,“ segir ein kona í auglýsingunni. „Það var oft klipið í mig í gamla daga og ekki fór ég að væla,“ segir önnur.

Á vef Virk er hugmyndin á bakvið herferðina útskýrð nánar en þar segir að kynferðisleg áreitni virðist vera töluvert vandamál á íslenskum vinnumarkaði.

„Brýnt er að auka þekkingu og þjálfun stjórnenda þegar kemur að kynferðislegri áreitni á vinnustað – en einnig að uppræta þá meðvirkni og menningu sem gerir lítið úr og þaggar í þeim sem krefjast breytinga. Við þekkjum öll setninguna „Það má ekkert lengur“ og vitum fyrir hvað hún stendur. Tilgangur þessarar vitundarvakningar er að varpa ljósi á þá skekkju sem felst í slíkum hugsunarhætti og afvopna þau sem nota hann til þess að afsaka og viðhalda rótgróinni misbeitingu valds á vinnustöðum.“

Þá má einnig finna á vefnum góð ráð og ábendingar vegna kynferðislegrar áreitni.

Auglýsingin vakti mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter í kjölfar þess sem klipparinn Guðni Halldórsson deildi henni þar. Guðni klippti auglýsinguna en hann segir að það hafi verið skemmtilegt þó svo að málefnið sé alvarlegt.

Í athugasemdunum er auglýsingunni hrósað í hástert. „Þetta er FRÁBÆRT!“ segir til dæmis Sólborg Guðbrandsdóttir, tónlistarkona, fyrirlesari og aktívisti, um auglýsinguna. „Brilliant!!!“ segir svo Helga Braga Jónsdóttir, ein ástsælasta gamanleikkona þjóðarinnar og veitingamaðurinn Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson tekur í sama streng.

Kvikmyndagerðarmaðurinn og auglýsingagúrúinn Hrafn Jónsson gefur auglýsingunni sinn gæðastimpil. „Þetta er mjög gott,“ segir hann.

Fleiri netverjar hrósa auglýsingunni víðs vegar á Twitter. „Ég fékk gæsahúð,“ segir til dæmis einn netverji. „Geggjuð auglýsing og áhrifamikil,“ segir annar. „Svona hlutir gefa manni smá von að samfélagið muni og geti breyst,“ segir svo enn annar.

Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“