fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Fleiri blanda sér í bardaga Grealish og Souness

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. september 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish, leikmaður Manchester City, sagði nýlega að hann væri kominn með nóg af því að horfa og hlusta á Graeme Souness gagnrýna sig í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Sparkspekingurinn Richard Keyes hefur nú blandað sér í umræðuna.

„Ég veit ekki hvaða vandamál Souness glímir við í kringum mig, hann er alltaf að tala um mig,“ sagði Grealish.

„Það er vandamálið Jack,“ skrifar Keyes á Twitter og skýtur á leikmanninn.

Grealish finnst erfitt að heyra Souness gagnrýna sig.

„Það er erfitt að sjá þetta ekki þegar hann er á Sky Sports og þetta er út um allt á æfingasvæðinu okkar. Hann var frábær leikmaður og vann mikið en ég veit ekki hvert vandamálið er.“

City borgaði 100 milljónir punda fyrir Grealish þegar hann kom sumarið 2021 en hann hefur ekki fundið sitt besta form.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ná samkomulagi við Liverpool

Ná samkomulagi við Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“
433Sport
Í gær

Högg í maga Valsara

Högg í maga Valsara
433Sport
Í gær

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum