fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Tannlæknir útskýrir af hverju á ekki að bursta tennur strax eftir kaffidrykkju

Pressan
Sunnudaginn 6. apríl 2025 10:30

Það er gott að setja tannburstann í uppþvottavélina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er góð venja að fá sér að drekka á morgnana því við missum um einn lítra af vökva á nóttunni við að anda frá okkur. Það er því mikilvægt að bæta sér þennan vökva upp þegar við vöknum og auðvitað má ekki gleyma að drekka yfir daginn til að halda sér gangandi.

Kaffi er vinsæll drykkur og margir geta ekki byrjað daginn nema fá sér kaffibolla. Kaffi inniheldur andoxunarefni og hefur góð áhrif á þarmana og því ekkert að því að drekka kaffi í hófi.

En að því sögðu vaknar spurningin um hvort það sé í lagi að tannbursta sig rétt eftir að hafa drukkið kaffi? Og ef maður drekkur vatn rétt áður en maður tannbrustar sig, er þá einhver hætta á að maður gleypi bakteríur sem söfnuðust fyrir í munninum yfir nóttina?

Sharon Huang, tannlæknir og forstjóri tannlæknastofunnar Les Belles NYC, segir að það sé ekkert að því að drekka vatn strax að morgni. Þegar við kyngjum vatni blandist það með ensímum úr munnvatninu og fer niður í maga þar sem magasýrurnar drepa allar bakteríurnar í vatninu. Það má því segja að magasýrurnar komi til bjargar og komi í veg fyrir að bakteríurnar, sem safnast fyrir í munninum yfir nóttina, geri óskunda í líkamanum. Wellandgood skýrir frá þessu.

Fram kemur að Huang segi að kaffidrykkjufólk eigi að fara varlega og ráðleggur því frá því að bursta tennur strax eftir kaffidrykkju. Hún sagði að matur og drykkur innihald mikið magn af sýru, þetta eigi einnig við um kaffi. Þessi sýra mýki glerunginn og það að bursta tennur eða nota tannþráð þegar glerungurinn er mjúkur geti skaddað tennurnar, valdið óþægindum eða gert daufa bletti sem geta síðan orðið að holum.

Hún sagðist ráðleggja fólki að bíða í 30 til 60 mínútur með að tannbursta eftir að hafa drukkið kaffi. Þegar búið sé að drekka kaffi sé best að skola munninn með vatni og bíða í minnst 30 mínútur áður en tannburstað er.  Þá sé glerungurinn orðinn harður á nýjan leik og skaddist ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar