fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Sykurlausir gosdrykkir gætu verið slæmir fyrir hjartað að sögn vísindamanna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. september 2022 21:00

Sykurlaust gos er að sögn ekki gott fyrir hjartað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að drekka hálfa dós af sykurlausum gosdrykk á dag gæti aukið líkurnar á að fá hjartaáfall að sögn vísindamanna. Þeir telja að sætuefni, sem einnig eru notuð í mjólkurvörur, morgunkorn og tómatsósu, geti átt sök á þessu.

Daily Mail skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn hafi komist að því að fólk sem neytti 78 mg á dag af sætuefnum, sem er svipað magn og er í hálfri dós af sykurlausum gosdrykk, væri allt að tíu prósent líklegra til að fá hjartaáfall. Sami hópur var tuttugu prósent líklegri til að fá heilablóðfall.

Frönsku vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, segja að að ekki eigi að líta á sætuefni sem öruggan valkost við sykur.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu British Medical Journal. Hún byggist á tíu ára rannsókn á 100.000 manns. Niðurstöður hennar bætast við niðurstöður annarra rannsókna sem benda til að sætuefni geti verið skaðleg heilsunni.

Óháðir sérfræðingar vara við að tengslin á milli sætuefna og hjartavandamála séu ofmetin, hættan af sykurneyslu sé vel þekkt. Þeir segja að ekki sé hægt að komast að niðurstöðu um áhrif sætuefna án þess að gera lengri og stærri rannsóknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi