fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Aukin hreyfing dregur úr líkunum á brjóstakrabbameini

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. september 2022 15:00

Krabbameinsfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aukin hreyfing og minni kyrrseta dregur líklega úr hættunni á að fá brjóstakrabbamein. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem rúmlega 130.000 konur tóku þátt í.

The Guardian segir að alþjóðlegur hópur vísindamanna, þar á meðal frá Ástralíu, Bretlandi og Bandaríkjunum, hafi notað erfðagreiningu til að sýna fram á orsakatengsl á milli hreyfingar og hættunnar á að fá krabbamein.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu British Journal of Sports Medicine. Hún byggist á gögnum um 130.957 konur. Af þeim voru 76.505 með brjóstakrabbamein.

Í fyrri rannsóknum var sýnt fram á tengsl á milli hreyfingar og minni hættu á brjóstakrabbameini en erfitt hefur reynst að sýna fram á orsakatengsl.

Brigid Lynch, prófessor hjá Cancer Council Victoria og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að alltaf hafi verið ákveðin óvissa um hvort hreyfing tengdist í raun minni líkum á að fá brjóstakrabbamein eða hvort þessi tengsl væru háð öðrum þáttum. Til dæmis gætu konur sem hreyfa sig meira, lifað heilbrigðara lífi að öðru leyti.

Hún sagði að niðurstöður nýju rannsóknarinnar bendi til að það séu örugglega orsakatengsl, hreyfing dragi úr hættunni á að fá brjóstakrabbamein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Örlagarík Evrópuferð – Ókunnugi maðurinn í myndbandinu breytti lífi hennar árum seinna

Örlagarík Evrópuferð – Ókunnugi maðurinn í myndbandinu breytti lífi hennar árum seinna
Pressan
Í gær

Mynd af fjölmiðlafulltrúa Donalds Trump hefur sett netheima á hliðina – „Illskan eldir mann, gott fólk“

Mynd af fjölmiðlafulltrúa Donalds Trump hefur sett netheima á hliðina – „Illskan eldir mann, gott fólk“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ummæli Trumps um látna leikstjórann vekja mikla hneykslun – „Eyddu þessu, herra forseti“

Ummæli Trumps um látna leikstjórann vekja mikla hneykslun – „Eyddu þessu, herra forseti“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 1 viku

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi