fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Aukin hreyfing dregur úr líkunum á brjóstakrabbameini

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. september 2022 15:00

Krabbameinsfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aukin hreyfing og minni kyrrseta dregur líklega úr hættunni á að fá brjóstakrabbamein. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem rúmlega 130.000 konur tóku þátt í.

The Guardian segir að alþjóðlegur hópur vísindamanna, þar á meðal frá Ástralíu, Bretlandi og Bandaríkjunum, hafi notað erfðagreiningu til að sýna fram á orsakatengsl á milli hreyfingar og hættunnar á að fá krabbamein.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu British Journal of Sports Medicine. Hún byggist á gögnum um 130.957 konur. Af þeim voru 76.505 með brjóstakrabbamein.

Í fyrri rannsóknum var sýnt fram á tengsl á milli hreyfingar og minni hættu á brjóstakrabbameini en erfitt hefur reynst að sýna fram á orsakatengsl.

Brigid Lynch, prófessor hjá Cancer Council Victoria og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að alltaf hafi verið ákveðin óvissa um hvort hreyfing tengdist í raun minni líkum á að fá brjóstakrabbamein eða hvort þessi tengsl væru háð öðrum þáttum. Til dæmis gætu konur sem hreyfa sig meira, lifað heilbrigðara lífi að öðru leyti.

Hún sagði að niðurstöður nýju rannsóknarinnar bendi til að það séu örugglega orsakatengsl, hreyfing dragi úr hættunni á að fá brjóstakrabbamein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing