fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Var með töluvert magn fíkniefna og fjármuna í fórum sínum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 06:33

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á öðrum tímanum í nótt var maður handtekinn á hóteli í Miðborginni eftir að hann hafði veist að starfsmanni. Maðurinn var æstur og í annarlegu ástandi. Hann var handtekinn. Við leit á honum fannst talsvert magn fíkniefna og fjármuna. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Á sjöunda tímanum í gær var maður handtekinn eftir að hafa ítrekað hunsað fyrirmæli lögreglunnar. Hann var vistaður í fangageymslu þar sem hann fær að sofa vímuna úr sér.

Í Laugarneshverfi var tilkynnt um þjófnað úr söfnunargámi um klukkan 19. Þjófarnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglan kom.

Í Hafnarfirði fundu lögreglumenn kannabisræktun og tilbúin efni í íbúð einni eftir að þeir höfðu fundið kannabislykt leggja frá henni. Einn er grunaður í málinu.

Á sjötta tímanum í gær var ekið á ungmenni á rafmagnshlaupahjóli þegar viðkomandi var að fara yfir gangbraut. Fjölskylda ungmennisins fór með það á bráðamóttöku en ekki er talið að um alvarleg meiðsl hafi verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“