fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Ekki tekið út með sældinni að vera prins – Karl var lagður í harkalegt einelti í heimavistarskólanum

Fókus
Mánudaginn 12. september 2022 21:00

Karl III, konungur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan flestir Bretar syrgja Elísabetu drottningu eru þegar hans óðum að kynnast nýjum konungi sínum betur en Karl III tók formlega við konungstigninni um helgina. Þó að flestir ímynda sér að það sé ljúft líf að vera aðalsborinn prins, fyrir utan kannski athyglina sem því fylgir, þá virðist Karl hafa þurft að glíma við ýmsa erfiðleika í æsku.

Fyrrum skólabróðir hans í skoska heimavistarskólanum Gordonstoun greindi frá því í viðtali við Daily Mail að Karl, sem þá var prins, hafi verið lagður í harkalegt einelti á meðan skólavist hans stóð. Johnny Stonborough, skólabróðir Karls, sagði að eineltishrottar hefðu reglulega ráðist á og lamið prinsinn.

Karl mætir í fylgd föður síns, Filips prins, fyrsta daginn í Gordonstoun árið 1962.

 

„Þetta var mjög harkalegt.  Hann varð fyrir grimmilegu einelti og var mjög einangraður í skólanum,“ sagði Stonborough. Hann sagði að ástandið hafi verið það slæmt að þrátt fyrir að margir hafi kennt í brjósti um prinsinn þá hafi fæstir þorað að vingast við því það þýddi að viðkomandi yrði einnig skotmark hrottanna.

Sagði Stonborough að hrottarnir hafi notað ýmis tækfæri, eins og til að mynda þegar drengirnir hafi spilað rúgbý í íþróttatíma. Þá hafi sumir þeirra ráðist harkalega gegn Karli, togað í eyru hans í þvögunni og látið hann finna fyrir því. Þrátt fyrir erfiðleikanna hafi Karl þó staðið sig afar vel í námi og reynt að tækla erfiðleikana með húmorinn að vopni.

Karl hefur lítillega opnað sig um skólavistina í Gordonstoun. Hefur hann látið hafa eftir sér að vistin hafi verið eins og að afplána fangelsisdóm. Hann hafi átt undir högg að sækja því skólastjórnendur hafi sagt í upphafi skólaárs að hverskonar neikvæð hegðun gagnvart verðandi konungi yrði refsað með brottrekstri. Það hafi gert hann afar óvinsælan frá fyrsta degi.

Þá hafa lýsingar hans í bréfum til drottningar áður verið opinberaðar. „Fólkið á heimavistinni minni er andstyggilegt. Þau henda inniskónum sínum að mér alla nóttina eða berja mig með púðum. Síðasta nótt var helvíti, bókstaflegt helvíti. Ég vildi óska að ég gæti komist heim,“ skrifaði prinsinn ungi til móður sinnar á þessum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“
Fréttir
Í gær

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina
Fréttir
Í gær

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“