fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Svona gengur „Operation London Bridge“ fyrir sig fram að útför Elísabetar II

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. september 2022 07:00

Elísabet II.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar andláts Elísabetar II í gær var „Operation London Bridge“, sem er áætlun um hvernig brugðist er við andláti drottningarinnar og því sem gerist fram að útför hennar, virkjuð.  Allt er skipulagt út í ystu æsar í þessari áætlun sem var lekið til fjölmiðla á síðasta ári. Sumt var þá á almannavitorði en ýmislegt hafði ekki komið fram áður.

Hér er yfirlit yfir það helsta sem gerist næstu daga.

Dagur 1

Í dag sendir hirðin frá sér tilkynningu um hvernig útför drottningarinnar verður háttað en reiknað er með að hún fari fram 19. september. Lis Truss, forsætisráðherra, hittir Karl III, sem tók við embætti þjóðhöfðingja í gær. Karl III ávarpar þjóðina í beinni sjónvarpsútsendingu klukkan 18.

Klukkan 10 hittist sérstakt ráð sem útnefnir Karl III sem konung. Tilkynning um þetta verður lesin upp í St James‘s Palace og þá verður formlega staðfest að Karl III sé konungur.

Dagur 2

Þar sem drottningin lést í Balmoral í Skotlandi verður áætlunin „Operation Unicorn“ virkjuð. Það þýðir að drottningin verður flutt til Lundúna með hinni konunglegu járnbrautarlest. Samkvæmt upphaflegu áætlunin á að flytja lík drottningarinnar til Lundúna á þessum degi en ekki liggur fyrir hvort það verði gert.

Dagur 3

Karl III hefur ferð um Bretland. Fyrst heimsækir hann skoska þingið og sækir guðsþjónustu í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg.

Dagur 4

Karl III fer til Norður-Írlands og undirbúningur útfararinnar fer á fullt. Samkvæmt upphaflegu áætluninni ætti lík Elísabetar að vera komið í Buckinghamhöll þegar hér er komið við sögu og ætti undirbúningur að flutningi þess til Westminster að vera kominn í gang.

Dagur 5

Kista drottningarinnar verður flutt í gegnum Lundúnir eftir fyrir fram ákveðinni leið.

Dagar 6-9

Kista drottningarinnar verður í Westminster Hall sem verður opin almenningi í 23 klukkustundir á sólarhring.

Á degi 7 fer Karl III til Wales og lýkur þar með ferð sinni um Bretland.

Dagur 10

Útför drottningarinnar fer fram frá Westminster Abbey. Tveggja mínútna þögn verður um allt Bretland á hádegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu