fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Pressan

Ný rannsókn – Konur voru líklegri til að brjóta gegn sóttvarnaaðgerðum en karlar í heimsfaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. september 2022 11:30

Mynd úr safni. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur voru tvisvar sinnum líklegri en karlar til að brjóta sóttvarnarreglur sem voru settar í Bretlandi þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst. Aðalástæðan fyrir því er skyldurækni þeirra hvað varðar að hugsa um aðra.

Sky News skýrir frá þessu og segir að vísindamenn segi að sóttvarnarreglurnar hafi skarast við kynjamisrétti og hafi yfirvöld ekki tekið tillit til þess.

Margar konur hafi myndað kúlur „af nauðsyn“ áður en þeim var heimilt að gera það á löglegan hátt. Þetta gerðu þær til að þær gætu aðstoðað við barnagæslu.

Aðalhöfundur rannsóknarinnar, Joe Tomlinson vísindamaður við háskólann í York, segir að niðurstöður rannsóknarinnar bendi til að ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til umönnunarskyldu og hvernig nýju lögin myndu hafa meiri og neikvæðari áhrif á konur og aðra hópa sem glíma við ójafnrétti.

Hann sagði að niðurstöður rannsóknarinnar hafi komið á óvart því fyrri rannsóknir  hafi sýnt að karlar séu miklu líklegri til að brjóta lögin en konur. Niðurstöðurnar sýni að einbeittur brotavilji hafi ekki legið að baki brotum kvennanna heldur nauðsyn. Þær hafi myndað kúlur af nauðsyn áður en það var opinberlega heimilað.

Samkvæmt skýrslu frá bresku hagstofunni frá júlí 2020 þá sáu konur að meðaltali mun meira um barnagæslu á degi hverjum en karlar á fyrsta mánuði sóttvarnaraðgerðanna. Eftir að fólki var heimilað að mynda umgengniskúlur hafi konur, sem sinntu börnum, staðið frammi fyrir ákveðnum vanda um hverjir ættu að vera í kúlunum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 5 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás