fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Pressan

Ný rannsókn – Konur voru líklegri til að brjóta gegn sóttvarnaaðgerðum en karlar í heimsfaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. september 2022 11:30

Mynd úr safni. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur voru tvisvar sinnum líklegri en karlar til að brjóta sóttvarnarreglur sem voru settar í Bretlandi þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst. Aðalástæðan fyrir því er skyldurækni þeirra hvað varðar að hugsa um aðra.

Sky News skýrir frá þessu og segir að vísindamenn segi að sóttvarnarreglurnar hafi skarast við kynjamisrétti og hafi yfirvöld ekki tekið tillit til þess.

Margar konur hafi myndað kúlur „af nauðsyn“ áður en þeim var heimilt að gera það á löglegan hátt. Þetta gerðu þær til að þær gætu aðstoðað við barnagæslu.

Aðalhöfundur rannsóknarinnar, Joe Tomlinson vísindamaður við háskólann í York, segir að niðurstöður rannsóknarinnar bendi til að ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til umönnunarskyldu og hvernig nýju lögin myndu hafa meiri og neikvæðari áhrif á konur og aðra hópa sem glíma við ójafnrétti.

Hann sagði að niðurstöður rannsóknarinnar hafi komið á óvart því fyrri rannsóknir  hafi sýnt að karlar séu miklu líklegri til að brjóta lögin en konur. Niðurstöðurnar sýni að einbeittur brotavilji hafi ekki legið að baki brotum kvennanna heldur nauðsyn. Þær hafi myndað kúlur af nauðsyn áður en það var opinberlega heimilað.

Samkvæmt skýrslu frá bresku hagstofunni frá júlí 2020 þá sáu konur að meðaltali mun meira um barnagæslu á degi hverjum en karlar á fyrsta mánuði sóttvarnaraðgerðanna. Eftir að fólki var heimilað að mynda umgengniskúlur hafi konur, sem sinntu börnum, staðið frammi fyrir ákveðnum vanda um hverjir ættu að vera í kúlunum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum