fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fréttir

Brynjar hefur ákveðið að breyta um kúrs í lífinu – Heimsókn á Landspítalann varð kveikjan að ákvörðuninni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. september 2022 20:00

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef ákveðið að breyta um kúrs í lífinu,“ segir Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Nú ætla ég að leggja neikvæðnina til hliðar og vera jafnvel jákvæður enda ekki seinna vænna þegar maður er kominn á sjötugsaldur.“

Þessi lífsbreyting sem Brynjar boðar er nokkuð stór þar sem hann hefur verið tíður gestur á forsíðum fjölmiðla undanfarin ár, ekki síst vegna neikvæðra skoðanapistla sem hann birtir reglulega á Facebook-síðu sinni. Hann hefur hjólað reglulega í ýmsa aðila úr íslensku samfélagi, allt frá þingmönnum og yfir í uppistandara.

Eflaust veltir eitthvað fólk fyrir sér hver ástæðan er fyrir þessari ákvörðun Brynjars en hann segir frá því í færslunni. „Kveikjan að þessari viðhorfsbreytingu er sú að ég hef verið tíður gestur á Landspítalum í heilt ár og var þar síðast í morgun,“ segir hann.

„Þar er þjónustan alltaf til fyrirmyndar þótt annað mætti halda miðað við umræðuna í samfélaginu Starfsmenn jákvæðir, hlýlegir og glaðlyndir og skiptir greinilega ekki máli hvers konar sjúkling þeir eru með í höndunum. Hjúkrunarfræðingurinn sem hélt í höndina á mér í morgun var svo hlýleg og góð að ég varð allt að því ástfanginn af henni.“

Brynjar segir að nú ætli hann að „láta af öllum skætingi og leiðindum“ á Facebook. „Líka við sósíalista, frjálslyndu umbótaöflin og fjölmiðlamenn. Það verður erfitt en ég hef ráðið mér meðferðarfulltrúa, sem hefur hjálpað mörgum að kljást við eitraða karlmennsku,“ segir Brynjar.

„Hann telur að ég geti losnað við neikvæðnina en ég verði samt alltaf leiðinlegur í grunninn. Það þyrfti kraftaverkamann til að laga það. Það er hætt við því að ekki verði margar færslur í framtíðinni fyrir utan deilingar á góðu efni annarra og myndir af fjölskyldunni. Þó er sennilega ekki óhætt að birta myndir af Gústa bróður. Það gæti móðgað einhverja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ólafur spyr af hverju Björn og Davíð séu svona gáttaðir – Morgunblaðið hafi ítrekað haldið þessu fram

Ólafur spyr af hverju Björn og Davíð séu svona gáttaðir – Morgunblaðið hafi ítrekað haldið þessu fram
Fréttir
Í gær

Aðstöðuleysið við flakið sé vanvirða við þá sem lentu í slysinu – „Ótrúlega löng ganga sem maður fékk lítið fyrir“

Aðstöðuleysið við flakið sé vanvirða við þá sem lentu í slysinu – „Ótrúlega löng ganga sem maður fékk lítið fyrir“
Fréttir
Í gær

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi
Fréttir
Í gær

Handtóku mann sem þóttist vera sendiherra – Sagðist vera baróninn af Vestur Arktíku

Handtóku mann sem þóttist vera sendiherra – Sagðist vera baróninn af Vestur Arktíku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Matarboð í Laugardalshverfi leiddi til heimsóknar frá lögreglu

Matarboð í Laugardalshverfi leiddi til heimsóknar frá lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu upp 20 sjómönnum – Skýringin sögð skipulagsbreytingar en formaður stéttarfélagsins segir það fyrirslátt

Sögðu upp 20 sjómönnum – Skýringin sögð skipulagsbreytingar en formaður stéttarfélagsins segir það fyrirslátt