fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Einn af ofurstum Pútíns ráðinn af dögum með bílsprengju

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 08:00

Bíll Igorevich í ljósum logum. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bardin Artem Igorevich, ofursti, var útnefndur af Vladímír Pútín og ráðamönnum í Kreml til að stýra úkraínsku borginni Berdyansk sem er í Zaporizhzhia héraðinu. Í gær var hann ráðinn af dögum með bílsprengju í borginni.

Upptaka, sem hefur gengið á  samfélagsmiðlum, sýnir bíl ofurstans í ljósum logum örskömmu eftir að sprengjan sprakk.

Igorevich var fluttur á sjúkrahús í skyndinu en lést þar af völdum áverka sinna að sögn Yaroslav Trofimov, fréttamanns Wall Street Journal, sem hafði það eftir talsmönnum rússneska hernámsliðsins í Zaporizhzhia.

Síðar sagði talsmaður hernámsliðsins í samtali við Gazeta Russiya að Igorevich væri enn á lífi og berðist fyrir lífi sínu.

Í kjölfar sprengingarinnar brutust skotbardagar út í borginni að sögn The Sun. Á myndbandsupptökum má heyra skothríð í borginni.

Úkraínumenn hafa ekki lýst yfir ábyrgð á bílsprengjunni en almennt er talið að sveitir, hliðhollar Úkraínumönnum, hafi staðið á bak við hana.

Þetta er ekki fyrsti Rússinn eða samstarfsmaður þeirra sem deyr af völdum bílsprengju. Í ágúst lést Ivan Sushko, sem starfaði með rússneska hernum og hafði verið útnefndur embættismaður í Zaporizhzhia, þegar sprengja sprakk undir bíl hans.

Í ágúst fannst úkraínskur lögreglustjóri hengdur í austurhluta landsins. Úkraínumenn hafa ráðið fjölda embættismanna á hernámssvæðunum af dögum á síðustu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu