fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Fólk tryllist yfir færslu á Facebook – „Skjótið þessum foreldrum út í geim“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. september 2022 20:00

Börnunum er kennt að jörðin sé flöt. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa brugðist ókvæða við stöðufærslu foreldra á Facebook þar sem þau skýra frá því að þau kenni börnum sínum heima og sendi þau því ekki í skóla. Er börnunum meðal annars kennt að jörðin sé flöt.

Unilad skýrir frá þessu og segir að margir hafi brugðist ókvæða við að foreldrarnir kenni börnum sínum samsæriskenningar frá unga aldri. Hreyfing þeirra sem halda að jörðin sé flöt hefur sótt í sig veðrið á síðustu árum þrátt fyrir að það gangi gegn öllum vísindalegum sönnunargögnum að halda því fram að hún sé flöt.

„Við kennum börnunum okkar heima og kennum þeim landafræði heimsins og um menningu þetta árið. Fyrstu tvær vikurnar fórum við í grundvallaratriði þess að jörðin er flöt og síðan byrjuðum við að skoða heimskort í kennslubókunum,“ segja foreldrarnir meðal annars í Facebookfærslu sinni að sögn Unilad.

Þau birta síðan myndir af líkani sem börnin gerðu af flatri jörðinni. Þau eru sögð hafa notað klósettpappírsrúllur til að búa undirstöður jarðarinnar til.

Börnin gerðu líkan af flötu jörðinni. Mynd:Facebook

 

 

 

 

 

 

 

 

Margir hafa tjáð sig um þetta og margir örvænta greinilega um áhrif þessa á næstu kynslóðir. „Það er engin von fyrir okkur . . . með hverjum deginum verði ég hamingjusamari með að ég eignaðist ekki börn,“ skrifaði einn.

Aðrir setja fram hugmyndir um hvað sé hægt að gera við foreldrana: „Skjótið þessum foreldrum út í geim,“ skrifaði einn og annar svaraði honum: „Þá geta þau sérð að jörðin er ekki flöt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks