fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Þurrkar í Texas afhjúpuðu 113 milljóna ára gömul risaeðluspor

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. september 2022 09:00

Þau hafa varðveist vel. Mynd:Paul Baker/Friends of Dinosaur Valley State Park

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklir þurrkar hafa verið í Texas að undanförnu. Þeir hafa meðal annars valdið því fótspor eftir acrocanthosaurus risaeðlu komu fram þegar vatnsborð Paluxy árinnar, í Dinosaur Valley State Park í Glen Rose, lækkaði mikið. Sporin eru 113 milljóna ára gömul.

Sporin höfðu raunar sést áður, síðast fyrir rúmlega 20 árum. Þau eru eftir eitt og sama dýrið.

Paul Baker tók myndir af sporunum. Sky News hefur eftir honum að það dugi að sópa smá ryki í burtu og þá komi risaeðluspor í ljós.

Margir hafa skoðað sporin. Mynd:Paul Baker/Friends of Dinosaur Valley State Park

 

 

 

 

 

Eins og áður sagði eru sporin venjulega undir vatni en vegna þurrka hefur vatnsborðið í Paluxy ánni lækkað mikið og hafa sérfræðingar því nýtt tækifærið til að rannsaka sporin.

Þau munu svo fara undir vatn á nýjan leik en fulltrúar Texas Parks and Wildlife segja að þau muni ekki eyðast og verði á þessum sama stað um ókomna framtíð og verði aðgengileg fyrir kynslóðir framtíðarinnar.

Acrocanthosaurus var um sjö tonn og var í fjölskyldu með Tyrannosaurus rex.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari