fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

Britney opnar sig upp á gátt um sjálfræðissviptinguna – „Þau bókstaflega drápu mig“

Fókus
Mánudaginn 29. ágúst 2022 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Britney Spears birti í gærkvöldi 22 mínútuna upptöku á YouTube þar sem hún ræðir um tímabilið þar sem hún var sjálfræðissvipt og hvaða áhrif það hafði á hana.

Um er að ræða hljóðupptöku sem fljótt eftir að hún var birt á miðlinum var gerð óaðgengileg. Britney hafði þó upprunalega deilt tengli á upptökuna á Twitter. Á upptökunni segir söngkonan að hún finni sig knúna til að deila upplifun sinni af þeim rúmlega áratug sem hún hafði ekki sjálfsákvörðunarrétt.

„Ég vaknaði í morgun og áttaði mig á því að það er margt í gangi í höfðinu á mér sem ég hef ekki deilt með neinum“.

Allt skipulagt af foreldrunum

Britney sagði að fjölmiðlar hafi ítrekað boðið henni að koma í viðtöl og ræða um þetta mál og jafnvel hafi henni verið lofað háum peningagreiðslum. Hún hafi þó ákveðið að best væri að hún fengi að deila sögunni sjálf.

Britney segir að hún hafi hingað til verið of hrædd til að deila sögu sinni – en hún hafi óttast það að vera dæmd af öðrum. Hún hafi þó talið að nú væri rétti tíminn og vonar að saga hennar geti hjálpað öðrum.

„Í fullri hreinskilni veit ég enn ekki daginn í dag hvað ég gerði,“ segir hún. „En þessa refsingu föður míns, ég mátti ekki hitt neinn og ekki segja neitt…. ekkert af þessu skildi ég.“

Þar vísar Britney til föður síns Jamie Spears sem var lögráðamaður hennar meirihluta þeirra 13 ára sem hún var sjálfræðissvipt.

Britney segir að fyrst eftir sviptinguna hafi hún verið mjög ráðvillt. Hún telur að móðir hennar og faðir hafi staðið fyrir sviptingunni og skipulagt hana fyrirfram. Faðir hennar hafi fengið hugmyndinni frá einhverri konu og móðir hennar hafi svo hjálpað við að koma sviptingunni í verk.

Britney rifjar upp kvöldið sem hún var færð nauðug af heimili sínu og svipt sjálfræðinu. „Það voru rúmlega 200 paparazzi ljósmyndarar fyrir utan heimilli mitt að það upp í gegnum gluggana þegar sjúkraflutningamönnum fjötra mig á sjúkrabörur. Þetta var allt skipulagt. Það voru engin eiturlyf í kerfinu mínu. Ekkert áfengi. Ekki neitt. Þetta var hreint og beint ofbeldi. Og ég er ekki einu sinni að segja þarna hálfa söguna.“

Kölluð feit á hverjum degi

Hún segir að faðir hennar hafi elskað það að fá að stjórna lífi hennar algjörlega. Hún hafi verið neydd til að vinna. Neytt til að afklæðast fyrir framan aðra og baða sig undir eftirliti. Hún hafi verið neytt til að gefa blóðsýni, sími hennar hleraður og hún hafi hvorki mátt keyra bíl né spjalla við vini.

„Mér var daglega sagt að ég væri feit. Þau létu mér líða eins og ég væri einskis virði og ég bara lét þetta yfir mig ganga.“ 

Britney sagi að árið 2009 þegar hún fór á tónleikaferðalag til að kynna plötu sína Circus hafi hún upplifað að hún hefði fjarlægst alla sína vini og dansarana sem fylgdu henni á ferðalaginu – en þau hafi öll getað farið út á lífið eftir tónleika en hún mátti ekki koma með – faðir hennar hafi bannað það. Hún viti að hún hafi ekki verið upp á sitt besta á þessu ferðalagi þegar hún kom fram enda hafi hún upplifað sig sem viljalaust vélmenni.

„Þið verðið að skilja að þetta voru svona 15 ár af tónleikaferðalögum og sýningum. Og ég var þrítug og þurfti að hlýða pabba mínum. Á meðan allt þetta var í gangi stóð móðir mín hjá, og bróðir minn og vinir mínir – þau gerðu ekkert.“ 

Þau gerðu ekkert til að bjarga henni

Britney hafi furðað sig á því að á meðan aðdáendur hennar hafi árum saman barist fyrir því að hún fengi frelsi hafi þeir sem stóðu henni næst ekki lyft fingri. „Það var fólk úti á götum að berjast fyrir mína hönd, en systir mín og móðir gerðu ekkert. Ég upplifði að þeim þætti leynilega gott að ég væri talinn svarti sauðurinn – eins og ég væri bara galin og þau vildu hafa það þannig. Ef það var ekki svo hvers vegna komu þær ekki til mín og sögðu: Elskan komdu hérna út í bíl og við skulum forða okkur?

Britney, sem hefur ávallt verið trúuð segir að þessi lífsreynsla hafi verulega reynt á trú hennar. „Hvernig komust þau upp með þetta? Hvernig getur guð verið til? Er guð til? Ég var svo aum… ég var hrædd og brotin. Ég er að deila þessu því ég vil að fólk viti að ég er bara mennsk. Hvernig kemst ég í gegnum þetta ef ég tala ekki um þetta?“

Britney segir að hún hafi upplifað að fjölskylda hennar hafi hent henni í ruslið. „Þau bókstaflega drápu mig“.

Hún hafi verið neydd til að fara á AA-fundi – þrátt fyrir að vera ekki alkóhólisti, hún hafi þurft að fara þrisvar til sálfræðings á viku, verið látin æfa stíft og vinna mikið. Allt án þess að hún væri því samþykk. Hún hafi einu sinni neitað að dansa ákveðið dansspor og þá hafi hún verið nauðug send á geðdeild.

Hún gaf nýlega út lag með Elton John sem nýtur mikilla vinsælda. Hún segist þakklát fyrir að Elton hafi gefið henni það tækifæri. „Ef þú ert furðulegur, einrænn furðufugl eins og ég og upplifir þig einan og þú þarft að heyra sögu á borð við þessa til að minnka einsemdina, þá máttu vita að lífið mitt hefur ekki verið auðvelt og þú ert ekki einn.“

Nánar má lesa um málið hjá Variety

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum