fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Ætlaður virðisaukaskattsvikari ákærður – Meint svik sögð nema 20 milljónum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. ágúst 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að færa rétt lögboðið bókhald fyrir einkahlutafélag í hans eigu árin 2017 og 2018 og fyrir að hafa skilað inn röngum virðisaukaskattsskýrslum fyrir þau sömu ár.

Samkvæmt ákæru sem DV hefur undir höndum mun maðurinn hafa vantalið útskatt á tímabilinu um samtals 10.6 milljónir rúmar og oftakið innskatt um tæpar níu milljónir. Samtals nema því ætluð svik hans um 19.5 milljónum króna.

Héraðssaksóknari sækir málið en ákæra hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 6. september næstkomandi.

Verði maðurinn fundinn sekur má hann gera ráð fyrir að verða gert að greiða sekt sem nemur margfaldri fjárhæð hinna meintu svika og fangelsisvist. Auk þess að gera kröfu um að manninum verði gert að sæta refsingu, krefst saksóknari að maðurinn greiði allan sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs
Fréttir
Í gær

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni
Fréttir
Í gær

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Í gær

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“