fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Auka 2,5 cm í mittismál auka líkurnar á hjartavandamálum um 11%

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. september 2022 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að vera með nokkur aukakíló um mittið er ekki bara merki um að það þurfi að gera eitthvað í málinu, draga úr hitaeininganeyslu og hreyfa sig meira. Þetta er einnig viðvörun um að meiri líkur séu á hjartavandamálum.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Daily Mail segir að niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Oxford háskóla hafi leitt í ljós að auka 2,5 cm um mittið auki líkurnar á hjartasjúkdómum um 11% og sé meiri ógn við heilsu hjartans en heildarþyngdin.

Vísindamennirnir greindu gögn um 430.000 Breta á aldrinum 40 til 70 ára og var að meðaltali fylgst með þeim í 13 ár.

Í ljós kom að hverjir 2,5 cm í viðbót í mittismál juku hættuna á því að fá hjartaáfall, heilablæðingu, óreglulegan hjartslátt eða önnur hjartavandamál. Sá fimmtungur sem var með mesta mittismálið var 3,21 sinnum líklegri til að upplifa slík vandamál en sá fimmtungur sem var með minnsta mittismálið.

Þeir sem voru með hæsta líkamsþyngdarstuðulinn, BMI, voru 2,65 sinnum líklegri til að upplifa hjartavandamál en þeir sem voru með lægsta líkamsþyngdarstuðulinn. BMI er reiknað út eftir hæð og þyng fólks. Hver auka eining af BMI jók líkurnar á hjartavandamálum um 9%.

Daily Mail segir að Dr Ayodipup Oguntade, aðalhöfundur rannsóknarinnar, ráðleggi fólki að mæla mittismál sitt reglulega til að draga úr hættunni. Hann sagði að fitumagnið á búknum sé mjög mikilvægt þegar kemur að því að fylgjast með fitumagni líkamans og hættunni á hjartasjúkdómum.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á ráðstefnu the European Society of Cardiology í Barcelona á Spáni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína
Pressan
Í gær

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandarískur þjálfari fann bestu matvöruna hérlendis

Bandarískur þjálfari fann bestu matvöruna hérlendis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn