fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Bóluefnið átti að útrýma lömunarveiki – Á nú sök á nýjum faraldri

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. september 2022 12:00

Svo virðist sem ekki hafi allt verið með felldu við bólusetningu barnanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars tilkynntu ísraelsk yfirvöld um fyrsta tilfelli lömunarveiki síðan 1988. Í júní tilkynntu bresk yfirvöld að veiran, sem veldur lömunarveiki, hefði greinst í skólpi í Lundúnum. Í júlí smitaðist ungur maður og lamaðist í New York af völdum veirunnar.

Þetta hefur orðið til þess að mörgum þykir horfa illa með að hægt verði að útrýma veirunni.

Veiran er ansi útsjónarsöm. Hún dreifir sér án þess að það veki athygli og einkenni smits eru eins og væg flensueinkenni eða jafnvel engin. En í verstu tilfellunum getur veiran verið banvæn.

Eitt smittilfelli getur verið merki um að mörg hundruð eða jafnvel þúsundir til viðbótar séu smitaðir án þess að það hafi uppgötvast.

En það sem gerir þessi smit núna svo sérstök er að rannsókn hefur leitt í ljós að þau eiga öll rætur að rekja til bóluefnisins gegn veirunni.

Það er sjaldgæft að svona gerist en það getur gerst. Ástæðan er að bóluefnið inniheldur veikburða útgáfu af lifandi veiru. Í einstaka tilfellum, sem eru ákaflega sjaldgæf, getur það gerst að veiran, í þessari veikburða útgáfu, smitist á milli fólks og stökkbreytist síðan og þannig náð því að verða líkari hinni upprunalegu veiru sem veldur lömunarveiki.

Ef það á að vera hægt að stöðva útbreiðslu veirunnar í Ísrael, Bretlandi og Bandaríkjunum þarf að bólusetja fólk gegn afbrigðinu sem smitaðist út frá bóluefni.

Í öllum þessum löndum eru hlutfall bólusettra hátt en það eru samt ákveðnir hópar þar sem bólusetningarhlutfallið er lágt og af þeim sökum getur veiran þrifist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn