fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
433Sport

Halda því fram að skipti Ronaldo séu 99 prósent klár

Victor Pálsson
Föstudaginn 26. ágúst 2022 18:22

Ronaldo og Erik ten Hag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Caughtoffside heldur því fram að Cristiano Ronaldo muni ganga í raðir Sporting Lisbon í Portúgal áður en glugganum lýkur.

Þetta kemur fram í frétt miðilsins í dag en Ronaldo hefur lengi verið orðaður við brottför frá Manchester United.

Ronaldo hefur samkvæmt flestum miðlum reynt að komast burt í allt sumar til að eiga möguleika á að spila í Meistaradeildinni, frekar en Evrópudeildinni.

Samkvæmt heimildum Caughtoffside eru skipti Ronaldo til Sporting 99 prósent klár og mun hann enda þar fyrir gluggalok.

Þeir segja ennfremur að umboðsmaður Ronaldo, Jorge Mendes, hafi unnið að þessum skiptum í margar vikur.

Ronaldo er 37 ára gamall í dag og vakti fyrst athygli með Sporting á ferlinum áður en hann gekk í raðir Man Utd og síðar Real Madrid.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Annað ‘Here we go’ komið frá Romano

Annað ‘Here we go’ komið frá Romano
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola vill ekki leikmann Newcastle og horfir til Barcelona

Guardiola vill ekki leikmann Newcastle og horfir til Barcelona