fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Heimila flengingar á nýjan leik í skólum í Missouri

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 19:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Cassville skólaumdæminu í Missouri í Bandaríkjunum hefur fræðsluráðið ákveðið að heimila að nemendur verði flengdir. Þetta var samþykkt á fundi ráðsins í júní. Flengingar voru leyfðar í skólaumdæminu þar til 2001.

The Guardian skýrir frá þessu og vísar í umfjöllun Springfield News Leader.

Samkvæmt nýju reglunum verður heimilt að rassskella nemendur, með spaða, í skólastofum. Ákvörðunin var tekin á grunni könnunar sem foreldrar svöruðu á síðasta ári. Í ljós kom að þeir vildu að kennarar hefðu fleiri möguleika til að beita agaviðurlögum.

Eru foreldrarnir sagðir hafa viljað að skólarnir hefðu fleiri möguleika en að vísa börnum úr skóla í refsingarskyni.

Flengingar verða aðeins heimilar sem „síðasta úrræði“ ef önnur agaviðurlög bera ekki árangur. Foreldrar þurfa að gefa leyfi til að flengja megi börn þeirra og skrifa undir skjal þess efnis. Ekki liggur fyrir hversu margir foreldrar munu heimila þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?