fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Mörg hundruð börn fá aðstoð frá hjálparstofnunum í upphafi skólaársins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 300 börn, úr 136 fjölskyldum, hafa fengið aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar á síðustu dögum. Er aðsóknin mun meiri en í fyrra.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Áslaugu Arndal, hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, að í fyrra hafi um 200 börn fengið efnislega aðstoð hjá hjálparstarfinu í upphafi skólaársins en nú séu þau 292.

Hún sagði að úthlutunin hafi gengið vel, flest börnin vanti útiföt og skólatöskur. Hjálparstarfið eigi nóg fyrir alla því fólk hafi verið duglegt að koma með slíkt til hjálparstarfsins.

Hún sagði að margir, sem leita til hjálparstarfsins núna, hafi komið áður en einnig sé um úkraínska flóttamenn að ræða og fólk frá öðrum löndum.

Hjá Fjölskylduhjálp Íslands er staðan svipuð að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns. Hún sagði að mikið hafi verið að gera að undanförnu. Aðsóknin hafi aldrei verið meiri. Hún sagðist ekki skilja hvað stjórnmálamenn séu rólegir yfir ástandinu, þetta sé risastórt vandamál.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann