fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Sprengjutilræðið í Moskvu – Segir að það geri ráðamenn taugaóstyrka

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 06:01

Frá vettvangi á laugardaginn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardagskvöldið var Darja Dugin akandi á leið heim til sín þegar bíll hennar sprakk. Hún lést samstundis. Talið er að sprengju hafi verið komið fyrir í bílnum. Darja var dóttir Alexander Dugin, sem er oft sagður helsti hugmyndafræðingur Vladímír Pútíns og maðurinn á bak við innrásina í Úkraínu.

Feðginin höfðu tekið þátt í viðburði um kvöldið og ætluðu að aka saman heim. Á síðustu stundu skipti Alexander um skoðun og ákvað að þau skyldu aka í sitt hvorum bílnum. Því má leiða líkum að því að sprengjan hafi verið ætluð honum en ekki dóttur hans. Hún var þekkt fréttakona og studdi innrásina í Úkraínu einarðlega.

Í greiningu, sem Will Vernon, fréttamaður BBC í Moskvu hefur skrifað um málið segir hann að tilræðið hafi valdið ólgu meðal rússneskra embættismanna og gert þá taugaóstyrk. Þetta grafi einnig undan áróðursmaskínu Kreml.  

Rússneskir ríkisfjölmiðlar segja að sprengjan hafi verið ætluð Alexander DuginVernon segir að að þrátt fyrir að hann sé ekki embættismaður sé hann táknræn persóna í rússneskum stjórnmálum. Meðal annars vegna andstöðu hans við Vesturlönd og öfgaþjóðernishyggju. Öfgaþjóðernishyggjan, sem hann boði, sé orðið hin ráðandi pólitíska hugmyndafræði í Rússlandi og hafi átt þátt í að móta útþenslustefnu Pútíns sem hafi verið mest áberandi í Úkraínu.

Vernon segir að sprengjutilræðið valdi skjálfta í Moskvu: „Atburðir af þessu tagi gera embættismenn í Moskvu taugaóstyrka, sérstaklega í ljósi fjölda sprenginga og árása á hinn hernumda Krímskaga og á rússneskum svæðum nærri úkraínsku landamærunum.“

Hann segir að sprengingin grafi einnig undan áróðursmaskínu Kreml sem geri mikið úr því að segja Rússum að Pútín hafi komið á öryggi og jafnvægi í Rússlandi eftir óróleikatímabil á tíunda áratugnum þegar bílsprengjur og morðtilræði voru algeng. Bílsprengja í Moskvu grafi undan þessari frásögn þeirra.

The Guardian segir að margir stuðningsmenn ráðamanna í Kreml hafi nú þegar kennt Úkraínumönnum um sprengjutilræðið og krafist hefnda. Úkraínumenn þvertaka fyrir að hafa komið að málinu og segja að Úkraína sé ekki hryðjuverkaríki eins og Rússland og beiti ekki aðferðum af þessu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“