fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Vilja ekki fá fleiri kynlífsömmur til landsins

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. ágúst 2022 20:00

Konurnar fengu notaða smokka í pósti. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil fátækt og ódýrar pakkaferðir hafa gert Gambíu, sem er í vestanverðri Afríku, að vinsælum áfangastað fyrir breskar konur sem eru í leit að kynlífi. Nú vilja gambísk yfirvöld stöðva þetta og segja að þessir „kynlífsferðamenn“ fæli aðra ferðamenn frá landinu.

Þessi þróun, að konur sæki til Gambíu í leit að kynlífi, hefur átt sér stað á síðustu 30 árum. Það eru ekki bara konur frá Bretlandi sem leita þangað, konur víða að úr Evrópu koma þangað en flestar eru þær frá Bretlandi. Þær eru í leit að kynlífi með ungum heimamönnum.

The Telegraph  segir að nú vilji ferðamannayfirvöld í Gambíu binda enda á heimsóknir af þessu tagi því þær skaði orðspor landsins á erlendum vettvangi. „Það sem við viljum eru gæðaferðamenn, Ferðamenn sem koma til að njóta landsins og menningarinnar en ekki bara í leit að kynlífi,“ sagði Abubacarr S. Camara, forstjóri ferðamálasamtaka landsins.

Kynlífsferðir til Gambíu byrjuðu að njóta mikilla vinsælda eftir að breska ferðaskrifstofan Thomas Cook byrjaði að selja pakkaferðir þangað á tíunda áratugnum. Einnig kemur töluverður fjöldi kvenna frá Hollandi, Svíþjóð og Þýskalandi til landsins til að hitta unga karla.

Mikil fátækt, mikið atvinnuleysi og litlir möguleikar á menntun gera mörgum Gambíubúum erfitt fyrir við að komast af og fyrir marga unga menn er líkami þeirra aðaltekjulindin. Þeir selja konunum kynlíf í von um peninga og hugsanlega leið til að komast til Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“