fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

„Draugafótspor“ í Utah eru magnaður fundur að sögn vísindamanna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 23:00

Hér er eitt fótsporanna. Mynd:R. Nial Bradshaw

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fundu fornleifafræðingar dularfull „draugafótspor“ á saltsléttum Utah eyðimerkurinnar. Það að fótsporin eru nefnd „draugafótspor“ er ekki vegna þess að uppruni þeirra sé í heimi hinna látnu. Ástæðan er frekar hin jarðbundna samsetning þeirra, þau eru nefnilega aðeins sýnileg eftir rigningu en þá fyllast þau af raka og verða dekkri. Þau hverfa síðan þegar þau þorna.

ScienceAlert segir að vísindamenn hafi fundið fótsporin fyrir tilviljun í byrjun júlí þegar þeir voru akandi á leið til svæðis, þar sem fornleifauppgröftur stendur yfir, nærri Hill Air Force Base í Utah Great Salt Lake Desert.

Í fyrstu fundu vísindamennirnir aðeins nokkur fótspor en við nánari rannsókn með ratsjá fundu þeir að minnsta kosti 88 fótspor eftir börn og fullorðna.

Vísindamenn ráða sér ekki af spenningi. Mynd:R. Nial Bradshaw

 

 

 

 

 

Fótsporin eru eftir fólk sem gekk berfætt um svæðið fyrir að minnsta kosti 10.000 árum þegar þarna var votlendi. Vísindamenn telja að sporin geti verið allt að 12.000 ára gömul.

Anya Kitterman, sem stýrði fornleifarannsókninni, sagði í tilkynningu að það að finna svona gömul fótspor sé eitthvað sem „gerist aðeins einu sinni á ævinni“. „Við fundum miklu meira en við áttum von á,“ sagði hún.

Rannsóknin hefur ekki enn verið birt ritrýnd því vísindamenn eru enn að vinna við rannsókn á fótsporunum.

Í 1,6 km fjarlægð fann annar hópur vísindamanna 12.000 ára gamlar búðir. Hugsanlegt er að fólkið, sem fótsporin eru eftir, hafi búið þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf