fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Samstarfsfólk bregst við brotthvarfi „drottningarinnar“ – „Þar gekk á ýmsu en alltaf var Edda eins og kletturinn í hafinu“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 19:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta fréttatímanum sem fjölmiðlakonan Edda Andrésdóttir les er nú nýlokið og þar með er um hálfrar aldar fjölmiðlaferli hennar lokið.  Edda hóf störf sem blaðamaður á dagblaðinu Vísi árið 1972. Síðar lá leið hennar á RÚV þar sem hún sinnti ýmsum verkefnum en árið 1990 hóf hún störf á Stöð 2 og hefur starfað þar óslitið síðan.

Edda hefur ekki bara lesið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar á síðustu áratugum heldur hefur hún greinilega verið afar vinsæl af samstarfsfólki sínum. Fjölmargir fyrrum samstarfsfélagar hennar hafa sent „drottningunni“ kveðju á samfélagsmiðlum og minnast samstarfsins með mikilli hlýju.

Logi Bergmann Eiðsson

Mér finnst þetta merkilegur dagur. Ég hélt hreinlega að Edda myndi aldrei hætta að lesa fréttir! En hún ætlar semsagt að hætta í kvöld. Við náðum tólf skemmtilegum árum saman á Stöð 2. Þar gekk á ýmsu en alltaf var Edda eins og kletturinn í hafinu.

Hún er ekki bara frábær lesari heldur hefur hún alltaf haft gaman að því að gera það sem hún gerir og veit upp á hár hvernig á að gera það. Ég sakna Eddu sem vinnufélaga og ég á líka eftir að sakna hennar af skjánum.

Myndirnar eru frá tíma okkar saman á stöðinni (það er mögulega búið að eiga við eina þeirra) og ég vona að við eigum eftir að fá fleiri myndir af Eddu á skjánum. Þar á hún heima.

Páll Magnússon

Hún Edda Andrésdóttir er eftir stutta stund að fara að lesa sinn síðasta fréttatíma í sjónvarpi. Líklega hefur engin lesið fleiri fréttatíma en hún og fáir, ef nokkur, betur.
Við áttum langt og náið samstarf á þessum vettvangi – sem Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður, lýsti svona í formála að viðtali við okkur fyrir 18 árum:

Edda Andrésdóttir og Páll Magnússon eru sameinuð á skjánum að nýju. Samstarf þeirra hefur verið ótrúlega langlíft þrátt fyrir hlé og eyður og þau virðast ætla að færa þjóðinni tíðindi dagsins nánast að eilífu. Páll segir helstu kosti Eddu vera ótrúlega þægilega nærveru hennar og Edda segir á móti að fas Páls og örugg framsögn geri það að verkum að fólk treysti því sem hann segir’.

Í viðtalinu (sem vonandi er læsilegt á meðfylgjandi mynd) lýsi ég m.a. því eina skipti sem ég varð næstum því reiður við Eddu í áratuga samstarfi. Næstum – því ekki einu sinni ég gat orðið alveg reiður við Eddu – og átti ég þó almennt fremur auðvelt með að reiðast á þessum árum😉. Edda er þannig. Eftir að hafa verið náinn samstarfsmaður, vinur og aðdáandi í meira en 40 ár vil ég á þessum merku tímamótum bara segja þetta: Takk fyrir mig, elsku Edda!

Erla Björg Gunnarsdóttir

Drottningin, átrúnaðargoðið og fyrirmyndin. Alltaf svo jákvæð og mikill liðsmaður. Mun sakna hennar af fréttagólfinu og skjánum. Mín allra besta ❤

Kolbeinn Tumi Daðason

Einstakur samstarfsfélagi og fyrirmynd. Það hefur verið mikill heiður og forréttindi að vinna með henni Eddu á fréttastofunni. Konu sem býður öllum opinn faðminn og góð ráð, sama hvort þú ert reynslubolti eða á fyrsta degi á fréttagólfinu.

Birgir Olgeirsson

Edda Andrésdóttir les sinn síðasta fréttatíma í kvöld, sem eru risastór tímamót í íslensku fjölmiðlasögunni. Eg var það heppinn að fá að vinna með henni um tíma og það sem situr eftir eru allar frábæru sögurnar sem hún sagði, hvatningin frá henni til allra á gólfinu og ómetanlegu ráðleggingarnar frá henni. Á myndinni sitjum við í sjónvarpssetti að fara yfir málin i beinni útsendingu, sem var mitt fyrsta skipti í slíkri aðstöðu. Ég gjörsamlega nötraði úr stressi fyrir útsendinguna, sem Edda auðvitað sá. Hafði hún áhyggjur? Svarið er nei! Hún tók málin í sínar hendur, leiðbeindi mér í gegnum allt innslagið þannig að maður leit út fyrir að hafa aldrei gert annað. Algjör fyrirmynd sem verður sárt saknað af skjánum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd