fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Fjölskyldan tók óafvitandi eitraðan minjagrip með heim frá Svíþjóð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 21:00

Hér er verið að sækja höggorminn í boxið. Mynd:Dýraeftirlitið, Zuidoost Drenthe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hollensk fjölskylda kom heim nýlega úr fríi í Svíþjóð hafði hún óafvitandi tekið eitraðan minjagrip með.

Fjölskyldan fór akandi til og frá Svíþjóð. Þegar hún kom aftur heim til Emmen og byrjaði að tæma bílinn fékk hún áfall.

Þegar búið var að taka töskur og pinkla inn var ekki annað eftir en að tæma „tengdamömmuboxið“ á toppi bifreiðarinnar. Þau opnuðu það og lokuðu strax aftur.

Ástæðan var að í boxinu var svört slanga sem sýndi þeim höfuð sitt.

Skýrt er frá þessu á Facebooksíðu dýraeftirlitsins í Zuidoost Drenthe en starfsmenn þess urðu að koma fjölskyldunni til aðstoðar.

Hann er eitraður þessi. Mynd:Dýraeftirlitið Zuidoost Drenthe

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo vel vildi til að einn starfsmanna dýraeftirlitsins hefur mikla reynslu af slöngum og vissi hvernig átti að nálgast hana og taka á henni.

Þetta reyndist vera svartur höggormur. Hann var ekki sérstaklega sáttur við að vera dreginn út úr hlýjunni í „tengdamömmuboxinu“ og beit því starfsmanninn. Hann var með þykka hanska sem bitið fór ekki í gegnum. Hann náði höggorminum og var hann settur í kassa.

Höggormurinn er nú í vörslu dýraeftirlitsins og verður þar til ákveðið hefur verið hver örlög hans verða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri