fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Pressan

Vísindamenn leggja til að læknar geti ávísað titrurum til kvenna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 19:00

Nytjamarkaðurinn afþakkar titrara. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að notkun titrara hefur mjög jákvæð heilsufarsleg áhrif á konur. Þessi áhrif eru svo góð að læknar ættu að nýta sér það og jafnvel ávísa titrurum til kvenna.

Titrarar eru venjulegar taldir til kynlífsleiktækja og þar með umluktir ákveðinni dulúð tengdri einkalífi fólks. En þeir eru til fleiri hluta nytsamlegir en bara kynlífs.

Áhrif af notkun þeirra virðast vera mjög góð að mati kvensjúkdómalækna sem vita nær allt um kynfæri kvenna og grindarbotninn. Þeir telja að læknar eigi því að geta ávísað titrurum til kvenna.

Þetta er mat lækna við CedarSinai Medical Center í Bandaríkjunum sem kynntu niðurstöðu rannsóknar sinnar á ráðstefnu þvagfæralækna fyrr á árinu.

Í rannsókninni kemur fram að læknarnir telja að það fylgi því margvíslegur heilsufarslegur ávinningur að nota titrara reglulega. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að regluleg sjálfsfróun hefur jákvæð áhrif á heilbrigði kvenna, bæði líkamlegt og andlegt.

En þetta er í fyrsta sinn sem áhrif notkunar titrara á heilsufar kvenna hefur verið rannsakað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi