fbpx
Föstudagur 01.ágúst 2025
Pressan

Dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir að hóta Anthony Fauci

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 21:00

Anthony Fauci. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Thomas Patrick Connally Jr., 56 ára, dæmdur í 37 mánaða fangelsi af alríkisdómstól í Maryland. Hann var handtekinn í Vestur-Virginíu á síðasta ári og ákærður fyrir að hafa haft í hótunum við Anthony Fauci, aðalsérfræðing bandarískra stjórnvalda í smitsjúkdómum.

Hann var því ákærður fyrir að hafa haft í hótunum við embættismann alríkisstjórnarinnar.

Connally játaði að hafa sent fjölda tölvupósta með hótunum um að drepa Fauci og/eða fjölskyldu hans. Póstana sendi hann í gegnum dulkóðaðan netþjón í Sviss.

Í póstunum sagðist Connally meðal annars vonast til að Fauci myndi vera skotinn í „djöfullega höfuðkúpu“ sína og að hann og öll fjölskylda hans „yrðu dregin út á götu, barin til dauða og kveikt í þeim“.

Connally sendi einnig álíka tölvupósta til fleiri háttsettra embættismanna í heilbrigðiskerfinu. Hann játaði að hafa sent þessa pósta vegna vinnu embættismannanna í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar. CNN skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri
Pressan
Í gær

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeild þingkona stendur með syni sínum sem er sakaður um að vanrækja barn sitt

Umdeild þingkona stendur með syni sínum sem er sakaður um að vanrækja barn sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neitað að fara um borð vegna of stórrar tösku – Atvikið rataði á dagskrá þingsins

Neitað að fara um borð vegna of stórrar tösku – Atvikið rataði á dagskrá þingsins