Mason Greenwood framherji Manchester United sást í fyrsta sinn í marga mánuði í gær þegar ljósmyndarar í Bretlandi fundu hann.
Greenwood hefur ekki spilað eða æft síðan í janúar en hann var handtekinn þá. Greenwood er laus gegn tryggingu á meðan lögregla rannsakar mál hans. Framherjinn fær þó ekki að mæta á æfingar hjá Manchester sem hefur sett hann í bann. Er Greenwood grunaður um kynferðisbrot, heimilisofbeldi og líflátshótanir í garð fyrrum unnustu sinnar.
Harriet Robson, fyrrverandi kærasta leikmannsins, birti myndir af sér á Instagram síðu sinni með sprungna vör og aðra áverka sem hún sakar Greenwood um að hafa veitt sér
Greenwood sást í úthverfi Manchester, rétt hjá heimili sínu þar sem hann var með fjölskylduhund.
„Mason hefur reynt að vera í felum, hann hefur verið langt niðri frá því að málið kom upp,“ segir í enskum blöðum.
„Foreldrar hans standa með honum, þau bíða eftir ákvörðun lögreglu.“
Greenwood er laus gegn tryggingu og er óvíst hvort eða hvaða niðurstaða kemur í málið. Hann var einn efnilegasti leikmaður í enskum fótbolta áður en málið kom upp.