fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Drengur fæddist um borð í danskri ferju

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 19:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu eftir að ferja frá Molslinjen lagði af stað frá Sjællands Odde til Árósa á laugardagskvöldið fékk einn farþeganna hríðir. Það var klukkan 21.40. Síðan gengu hlutirnir mjög hratt fyrir sig og aðeins 10 mínútum síðar kom drengur í heiminn.

TV2 skýrir frá þessu. Jesper Maack, fjölmiðlafulltrúi Molslinjen, sagði í samtali við TV2 að þegar konan fékk hríðir hafi skipstjórinn strax kallað í kallkerfi ferjunnar og spurt hvort einhver væri um borð sem gæti aðstoðað við fæðinguna.

„Eins og næstum alltaf, þegar við erum með marga farþega, þá var fólk um borð sem gat hjálpað. Tveir læknar og ljósmóðir gáfu sig strax fram,“ sagði Maack.

Fæðingin gekk mjög vel og það var mat læknanna og ljósmóðurinnar að ferjan gæti haldið áfram siglingu sinni til Árósa. Þar beið sjúkrabíll eftir mæðginunum og flutti þau á Háskólasjúkrahúsið í borginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni