fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Ronaldo að bjóðast útgönguleið úr óvæntri átt?

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 08:13

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Hann vill komast frá Manchester United. Nú gæti Corinthians í Brasilíu boðið honum leið út af Old Trafford.

Portúgalinn 37 ára gamli hefur verið orðaður við fjölda félaga í Evrópu í sumar. Ekkert þeirra virðist þó vera tilbúið að taka sénsinn á honum.

Ronaldo sneri aftur til Man Utd fyrir ári síðan, tólf árum eftir að hann yfirgaf félagið fyrir Real Madrid.

Man Utd olli hins vegar miklum vonbrigðum á síðustu leiktíð og hafnaði í sjötta sæti. Liðið leikur því ekki í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð. Sjálfur átti Ronaldo gott tímabil. Hann skoraði 24 mörk í öllum keppnum.

„Ég á mér stóra drauma. Þetta er Corinthians. Eru ekki Willian og Renato Augusto hér? Það er allt mögulegt í fótbolta og það er skylda mín að gera mitt besta fyrir Corinthians,“ segir Duilio Monteiro Alves, forseti brasilíska félagsins.

„Ég veit ekki hvort það er möguleiki. Við höfum ekki prófað þetta eða kafað dýpra. Við höfum hins vegar auga með honum, ef hann skyldi vilja spila í Brasilíu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tók bara við starfinu vegna Ronaldo

Tók bara við starfinu vegna Ronaldo
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Setja miðjumann Aston Villa efstan á óskalista

Setja miðjumann Aston Villa efstan á óskalista
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Haukar semja við markvörð sem Liverpool hafði áhuga á

Haukar semja við markvörð sem Liverpool hafði áhuga á
433Sport
Í gær

Staðfestir félagaskipti til Arsenal

Staðfestir félagaskipti til Arsenal
433Sport
Í gær

Jackson orðaður við Manchester United

Jackson orðaður við Manchester United