fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Pressan

Telja að þrjár tegundir langvarandi COVID-19 séu til – Mismunandi einkenni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. ágúst 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn telja að til séu þrjár tegundir langvarandi COVID-19 og að hver tegund sé með sín eigin sjúkdómseinkenni. Þetta byggja þeir á niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Telja vísindamennirnir að þetta sýni að þörf sé á einstaklingsbundinni meðferð við langvarandi COVID-19.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að ein tegund langvarandi COVID-19 sjáist oftast hjá fólki sem smitaðist af Alpha og Delta afbrigðum kórónuveirunnar. Helstu einkennin tengjast taugakerfinu. Þar á meðal eru þreyta, heilaþoka og höfuðverkur.

Öndunarfæraeinkenni einkenna aðra tegund, þar á meðal brjóstverkir og það að vera andstuttur. Þetta getur bent til tjóns á lungum. Þessi einkenni eru algeng meðal þeirra sem smituðust í fyrstu bylgju faraldursins.

Þeir sem glíma við þriðju tegundina glíma við margvísleg einkenni, þar á meðal óeðlilega hraðan hjartslátt, beinverki  og aðra verki og breytingar á húð og hári. Ekki skipti máli hvaða afbrigði veirunnar fólk smitast af, þessi einkenni geta komið fram við þau öll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali
Pressan
Fyrir 4 dögum

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“
Pressan
Fyrir 1 viku

Billjónamæringur afneitar syni sínum með köldum skilaboðum

Billjónamæringur afneitar syni sínum með köldum skilaboðum