fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Rússneskir ferðamenn streyma til Finnlands

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. ágúst 2022 18:00

Frá Helsinki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir innrás Rússa í Úkraínu hafa Finnar gefið út vegabréfsáritanir til um 100.000 Rússa. Af þeim sökum streyma rússneskir ferðamenn í gegnum Nuijamaa landamærahliðið í suðvesturhluta Finnlands. Margir þeirra vilja bara njóta sumarfrísins í finnskri náttúru en aðrir hafa í hyggju að ferðast áfram til annarra Evrópuríkja.

Þrátt fyrir að Finnar hafi sótt um aðild að NATO vegna innrásar Rússar í Úkraínu og taki þátt í refsiaðgerðum ESB gegn Rússlandi þá eru þeir eina ESB-nágrannaríki Rússlands sem gefur enn út vegabréfsáritanir til Rússa.

ESB hefur lokað lofthelgi sinni fyrir rússneskum flugvélum og því er Finnland orðið mikilvægt gegnumstreymisland fyrir þá Rússa sem vilja fljúga til áfangastaða í Evrópu.

En þetta hugnast mörgum Finnum illa. Tilhugsunin um að Rússar hafi það gott í Finnlandi á meðan Úkraínumenn þjást vegna stríðsins vekur reiði mjög margra.

Íhaldsflokkurinn lagði nýlega til að hætt verði að gefa út vegabréfsáritanir til Rússa. Jukka Kopra, þingmaður flokksins, sagði þessa stöðu óásættanlega. Úkraínskir borgarar séu drepnir, þar á meðal konur og börn. Á sama tíma séu Rússar í fríi í ESB. Svo virðist sem meirihluti þingmanna taki undir þessa skoðun hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands