fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Pressan

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. ágúst 2022 19:00

Hvíthákarl. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Nanchong í Kína er nú að rannsaka mál kínverska áhrifavaldsins Tizi sem birti nýlega myndband af sér þar sem hún sést steikja og borða hvíthákarl.

„Þetta lítur kannski út fyrir að vera grimmdarlegt en kjötið er í raun mjög meyrt,“ segir Tizi á upptökunni þar sem hún sést rífa stóra bita af kjöti dýrsins.

Myndbandinu hefur nú verið eytt að sögn The Guardian sem segir að í því sjáist Tizi taka umbúðir utan af hákarlinum, sem var tveggja metra langur, og leggjast við hliðina á honum til að sýna stærð hans. Dýrið var síðan skorið í tvennt, lagt í kryddlög og grillað. Hausinn var notaður til að elda súpu.

Hvíthákarlar eru tegund í viðkvæmri stöðu samkvæmt skráningu the International Union for Conservation of Nature. Næsta stig fyrir neðan er fyrir þau dýr sem eru í útrýmingarhættu.

Hvíthákarlar eru friðaðir samkvæmt kínverskum lögum og liggur 5 til 10 ára fangelsi við því að vera með hvíthákarl í sinni vörslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram