fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Trump sakaður um að hafa nýtt sér andlát fyrrum eiginkonu sinnar til að hagnast

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 05:55

Frá útför Ivana Trump þann 20. júlí síðastliðinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump er umdeildur og laginn við að koma sér í fréttirnar með ummælum sínum og gjörðum. Nú hefur hann enn einu sinni ratað í fréttirnar vegna umdeildra mála og nú er það útför fyrrum eiginkonu hans, Ivana Trump, sem er tilefnið.

Trump er sakaður um að hafa notfært sér útför hennar til að hagnast. Ástæðan er að hún var jarðsett á svæði sem tilheyrir einum golfvelli forsetans fyrrverandi.

Hún var jarðsett á landareign golfvallar í New Jersey en Donald Trump á golfvöllinn. Er Trump sakaður um að vera að notfæra sér smugu í skattalöggjöfinni með þessu.

Ivana var jarðsett nærri fyrstu holu vallarins. Samkvæmt lögum í New Jersey þá þurfa fyrirtæki sem reka kirkjugarða ekki að greiða fjölda skatta, til dæmis fasteignaskatt, tekjuskatt og erfðaskatt. Er Trump sakaður um að vera að notfæra sér þetta ákvæði til að komast hjá því að greiða skatt af golfvellinum sínum. Business Insider skýrir frá þessu.

Ivana er fyrsta manneskjan til að vera grafin á golfvelli í eigu Trump en hann hefur lengi haft í hyggju að koma upp grafstæðum eða heilum kirkjugarði nærri golfvellinum í New Jersey.  2012 hafði hann í hyggju að láta reisa grafhýsi þar fyrir sig sjálfan. NPR skýrir frá þessu. Washington Post segir að 2017 hafi hann bætt enn frekar í og haft í hyggju að gera 284 grafstæði við Trump National Golf Course.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“