fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Sænskir bræður grunaðir um að hafa ekið á móður sína og drepið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrstu var talið að um slys væri að ræða þegar ekið var á tvær manneskjur í Gautaborg í Svíþjóð síðdegis á laugardaginn. En fljótlega vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu varðandi málið. Nú er það rannsakað sem afbrot og eru tveir bræður grunaðir í málinu.

Móðir þeirra, sem var á fimmtugsaldri, lést við ákeyrsluna en hinn aðilinn slapp lifandi. Expressen og Aftonbladet skýra frá þessu.

Lögreglan hefur staðfest að fólkið sé skylt en hefur ekki viljað skýra nánar frá ættartengslum þess.

Bræðurnir eru sagðir vera við það að komast á fullorðinsár. Auk þeirra voru tveir aðilar á sjötugsaldri handteknir. Expressen segir að það séu afi og amma bræðranna.

Bræðurnir eru grunaður um morð en afi þeirra og amma um að hafa hylmt yfir með þeim. Bræðurnir hafa áður komið sögu lögreglunnar.

Expressen segir að bílinn, sem var ekið á fólkið, hafi verið stöðvaður um 100 metra frá staðnum þar sem hann lenti á fólkinu. Síðan hafi bílstjórinn gefið í og ekið af vettvangi. Bræðurnir reyndu að flýja í annan bæ en lögreglan hafði uppi á þeim og handtók.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk