fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Mjög snarpur skjálfti – Android notendur varaðir við í rauntíma

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 31. júlí 2022 17:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjög snarpur jarðskjálfti varð rétt í þessu sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. Mörgum android-notendum brá líklega í brún þar sem viðvaranir komu upp á síma um að skjálfti stærri en 5,5 hafi átt sér stað og hvernig sé best að bregðast við.

DV heyrði frá fólki sem dvelur í sumarbústað við Apavatn að skjálftinn hafi fundist vel þar líka.

Eins og sést tók fólk eftir því að viðvörun kom upp á síma þeirra á meðan skjálftinn stóð yfir eða jafnvel nokkrum sekúndum á undan hristingnum. Virðist þetta helst eiga við um android notendur þar sem um kerfi sem heitir Android Earthquake Alerts System er að ræða.

Samkvæmt Veðurstofunni var skjálftinn 5,2 að stærð og átti upptök sín 5,2 km suðvestur af Fagradalsfjalli.

Á sömu mínútunni áttu sér stað þrír skjálftar stærri en 3. Sá fyrsti var 4,7 að stærð og átti upptök sín 5,2 km vestur af Straumsvík. Sá næsti var 25 sekúndum seinna og var 3,7 að stærð með upptök 3,3 km frá Hveravöllum og svo þessi stóri sem áður hefur verið greint frá. Allir þrír voru á 1,1 km dýpi samkvæmt fyrstu upplýsingum frá Veðurstofu, en ekki er búið að yfirfara mælinguna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Engar Robin klementínur í verslanir fyrir þessi jól

Engar Robin klementínur í verslanir fyrir þessi jól
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“
Fréttir
Í gær

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?
Fréttir
Í gær

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni