fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Sérsveitin kölluð út á Siglufirði vegna manns sem sagðist vopnaður hníf

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 31. júlí 2022 09:26

Lögreglustöðin á Akureyri. Mynd: Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi eystra hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt, það sést vel af færslu þeirra á Facebook þar sem helstu verkefni næturinnar eru talin upp.

Lögreglu barst um hálf átta í gærkvöldi tilkynning um mann sem væri mögulega að aka  undir áhrifum fíkniefna. Sá hafði einnig veist að konu og ekið svo í burtu. Lögreglan gáfu manninum stöðvunarskyldu sem hann sinnti ekki heldur ók áfram og „viðhafði vítaverðan akstur móti einstefnu og yfir umferðareyjar“. Eftir nokkra mínútna eftirför sem endaði við iðnaðarbil stökk maðurinn út úr bifreiðinni. Lögreglan náði honum á hlaupunum og var maðurinn handtekinn og færður í fangageymslu.

Klukkan hálf tólf í gær barst lögreglu tilkynning um slys í Fjallabyggð. Kona hafði fallið um fjóra metra af bakka og niður í fjöru við Hauganes. Sem betur fer slasaðist konan lítið og björgunarsveitir, sem höfðu verið kallaðar út vegna slyssins, voru fjótlega afboðaðar þegar í ljós kom að hægt var að koma konunni til aðstoðar frá landi.

Karlmaður var rétt eftir miðnætti handtekinn á Siglufirði, en hann hafði verið tilkynntur með ógnandi tilburði og sagðist vera vopnaður hníf. Sérsveit ríkislögreglustjóra á Akureyri var kölluð út vegna. mannsins og hélt af stað á vettvang, en stuttu síðar náði lögreglumenn á Siglufirði að handtaka manninn án vandkvæða og var hann færður á lögreglustöðina á Akureyri í fangageymslu.

Eins var lögreglu tilkynnt um ölvun og ágreining á tjaldsvæðinu við Hamra. Tókst að leysa þann ágreining milli aðila án þess að til handtöku kæmi. Eins tókst að leysa mál sem kom upp á Sjallanum, en þar hafði lögreglu verið tilkynnt um ógnandi framkomu gests gegn dyraverði – það mál var sömuleiðis leyst á staðnum.

Lögreglan var nokkuð í því að aka ofurölvi einstaklingum heim á leið. Voru þeir að sögn lögreglu búnir að fá sér heldur mikið „neðan í því“ og orðnir frekar „lasnir“.

Um fjögur í nótt var lögregla kölluð út að Götubarnum en þar höfðu nokkrir menn veist að öðrum sem tókst að koma sér í skjól á veitingastaðnum og biðja um aðstoð. Maðurinn var svo fluttur á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“