fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Pressan

Helmingur karla gerir þetta en aðeins níunda hver kona – Hefur mismunandi áhrif á kynin

Pressan
Laugardaginn 30. desember 2023 22:30

Ætli hann sé að horfa á klám?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum danskrar rannsóknar frá 2019, Projekt Sexus, þá horfir rúmlega helmingur karla á klám minnsta kosti einu sinni í viku. Aðeins níunda hver kona horfir á klám vikulega. Í rannsókninni voru kynlífsvenjur Dana kortlagðar.

Það kom svo sem ekki á óvart að fleiri karlar en konur horfi á klám enda er megnið af klámi framleitt af körlum fyrir karla.

En það kemur kannski á óvart að klám, framleitt af körlum fyrir karla, tryggi konum betra kynlíf á sama tíma og kynferðislegt heilbrigði karla versnar eftir því sem þeir horfa meira á klám.  Það er að segja þetta er miðað við klámáhorf kynjanna.

Þetta eru niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem vísindamenn, undir forystu Jacques Berent, við Université de Genéve gerðu. Rannsóknin var birt í Psychological Medicine í byrjun árs.

Rúmlega 100.000 manns tóku þátt í rannsókninni sem beindist að því að kortleggja þýðingu og áhrif kláms á kynlíf karla og kvenna.

„Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að klám sé frekar uppspretta hugmynda en ógn fyrir konurnar en fyrir karla veldur það meira tjóni en gagni,“ sagði Berent í samtali við Weekendavisen.

Hann varaði við því að of ákveðnar niðurstöður séu dregnar af rannsókninni en sjálfur sagðist hann lesa eftirfarandi út úr henni:

Karlar, sem horfa mikið á klám, eiga í erfiðleikum með að fá reisn og segjast glíma við lítið sjálfsálit hvað varðar kynlíf.

Konur, sem horfa mikið á klám, upplifa meiri kynferðislega löngun, meira sjálfstraust og finnst almennt að þær standi sig betur í kynlífinu.

Berent sagði að ástæðan fyrir þessu geti verið að karlar horfi á klám til að bæta frammistöðu sína í kynlífinu en konur leiti frekar að innblæstri með að horfa á klám.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nokkurra vikna stúlka á gjörgæslu með kíghósta – „Þetta hefur verið algjör martröð“

Nokkurra vikna stúlka á gjörgæslu með kíghósta – „Þetta hefur verið algjör martröð“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið