fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Tuttugu milljarða lækkun á tekjum ríkissjóðs af ökutækjum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. júlí 2022 09:00

Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá fjármálaráðuneytinu er hafin vinna við að breyta gjaldtöku af bifreiðum. Ástæðan er mikil fjölgun rafbíla. Líklega munu tekjur ríkissjóðs af eldsneytisgjöldum og vörugjöldum ökutækja lækka um tuttugu milljarða á árinu vegna mikillar fjölgunar rafbíla.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Hefur blaðið eftir Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóra FÍB, að rafbílavæðingin hér á landi hafi fylgt bjartsýnustu spám. Nú séu Íslendingar næstir Norðmönnum í fjölda rafbíla á móts við bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti.

Hann sagði að það eina sem hái rafbílavæðingunni hér á landi sé að það er viðvarandi skortur á rafbílum.

Á síðasta ári jókst sala rafhlöðuknúinna bíla um 63% í Evrópu en rúmlega milljón rafbílar seldust þá og var markaðshlutdeild þeirra um 10%.

Ríkissjóður hefur lengi haft drjúgar tekjur af bensín- og olíugjaldi en um helmingur af eldsneytisverði rennur í ríkissjóð.

Fréttablaðið segir að nú sé vinna hafin í fjármálaráðuneytinu við að breyta gjaldheimtuaðferð af bifreiðaflota þjóðarinnar. Sé reiknað með að rafbílar verði ekki undanskildir en þeir eru nú undanskildir vörugjöldum að öllu leyti ef útsöluverð þeirra er undir sex milljónum. Þeir hafa heldur ekki borið virðisaukaskatt innan ákveðinna verðmarka.

Fréttablaðið segist einnig hafa heimildir fyrir að innan ríkisstjórnarinnar sé rætt um aukna gjaldtöku á þjóðvegum til að mæta minnkandi tekjum af eldsneyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar