fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Sjö ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu – Brenndi garðúrgang um miðja nótt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. júlí 2022 06:10

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók sjö ökumenn í gærkvöldi og nótt grunaða um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tveir þeirra eru erlendir ferðamenn sem halda heim til sín á næstu klukkustundum.

Einn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók frá verslun í Háaleitis- og Bústaðhverfi heim til sín í Laugarneshverfi áður en hann stöðvaði. Hann var einnig kærður fyrir vörslu fíkniefna og fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.

Einn hinna ölvuðu ökumanna var staðinn að ítrekuðum akstri án gildra ökuréttinda.

Þessu til viðbótar gerði lögreglan fimm ökumönnum að hætta akstri en mælitæki sýndu að þeir höfðu neytt áfengis en voru undir refsimörkum.

Tilkynnt var um mikla brunalykt í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þriðja tímanum í nótt. Þar reyndist íbúi einn vera að brenna garðúrgangi í garðinum sínum. Reykurinn vakti ekki mikla lukku hjá öðrum íbúum í hverfinu. Viðkomandi ætlaði að slökkva eldinn og finna aðrar aðferðir til að losa sig við garðúrganginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði