fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Danska hitametið gæti fallið á morgun

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 05:48

Frá Danmörku. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hitabylgjan, sem hefur herjað á sunnanverða Evrópu að undanförnu með yfir 40 stiga hita, teygir sig nú norður og náði til Danmerkur í gær. Þá fór hitinn víða í 25 gráður og hærra á nokkrum stöðum. Ekki er útilokað að danska hitametið frá 1975 falli á miðvikudaginn þegar hitabylgjan lætur enn meira að sér kveða.

Ekstra Bladet hefur eftir Mette Wagner, vaktstjóra hjá dönsku veðurstofunni (DMI), að hitinn geti farið í um 35 gráður á morgun. Hún sagði að hitinn fari hærra á morgun en í dag og í gær og verði á bilinu 28 til 33-35 gráður. „Við verðum svo að sjá hvort hann fari hærra ef rétta vindáttin er,“ sagði hún.

Samkvæmt spá DMI gæti hitinn í Viborg og Holstebro á Jótlandi náð 35 gráðum seinnipartinn á morgun.

Hitametið frá 1975 var sett í Holstebro en þá mældust 36,4 gráður þar.

Wagner sagðist ekki þora að spá því að það falli að þessu sinni, mikil óvissa sé enn um margt sem skipti máli um hvort metið falli. Ef metið á að falla þurfi vindáttin að vera rétt. „Þá er það þannig að við verðum að hafa sunnanvind svo loftið komi frá Suður-Evrópu upp eftir Þýskalandi og inn yfir Danmörku og það verður að vera mjög hægur vindur,“ sagði hún.

Í dag spáir DMI almennt 25 til 30 gráðu hita en hugsanlega allt að 32 gráðum sums staðar og þá einna helst á sunnanverðu Jótlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umdeildur þingmaður snýr baki við Repúblikanaflokknum og furðar sig á vegferðinni – „Hvað í fjandanum kom fyrir?“

Umdeildur þingmaður snýr baki við Repúblikanaflokknum og furðar sig á vegferðinni – „Hvað í fjandanum kom fyrir?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn segir líkklæði Jesús í Tórínó vera listaverk en ekki klæði sem umlukti lík frelsarans

Ný rannsókn segir líkklæði Jesús í Tórínó vera listaverk en ekki klæði sem umlukti lík frelsarans
Pressan
Fyrir 3 dögum

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Baðvigtin kom upp um framhjáhald eiginmannsins – „Þetta er rannsókn á sérfræðistigi“

Baðvigtin kom upp um framhjáhald eiginmannsins – „Þetta er rannsókn á sérfræðistigi“