fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Málið sem heltekur Bandaríkin: Moldríki og valdamikli lögfræðingurinn ákærður fyrir morðið á eiginkonu sinni og yngsta syni

Pressan
Föstudaginn 15. júlí 2022 22:00

Murdaugh-fjölskyldan. Buster, Maggie, Paul og Alex. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski lögfræðingurinn Alex Murdaugh hefur verið ákærður fyrir morðið á eiginkonu sinni og yngsta syni. Málið hefur vakið mikla athygli vestan afs enda er það reyfarakennt í meira lagi. Hefur Alex meðal annars verðið sakaður um að hafa reynt að sviðsetja eigið morð og fjölmarga aðra glæpi. Hann situr nú í varðhaldi í fangelsi vegna þeirra og nú bætist við morðið ástvinum hans sem gæti þýtt að hann verði dæmdur til dauða.

Þann 7. júní í fyrra tilkynnti Alex, sem er 53 ára, til neyðarlínunnar að hann hefði komið að eiginkonu sinni Maggie, 52 ára og syni sínum Paul, 22 ára, látnum í veiðikofa í Lowcountry í Suður-Karólínu.  Mæðginin voru skotin með sitthvoru skotvopninu, haglabyssu og rifli, og bæði voru þau skotin margsinnis.

Ekki hefur verið gefið upp hvernig lögreglunni hefur tekist að sanna aðkomu Murdaugh að morðunum en upphaflega lá hann ekki undir grun um morðin. Á hann að hafa verið á sjúkrahúsi þegar ódæðin áttu sér stað. Þá kom fljótlega í ljós að Maggie hafi þrem dögum fyrir morðin sótt um skilnað frá lögmanninum.

Eins og áður segir hefur málið vakið mikla athygli vestan hafs enda er Robert „Alex“ Murdaugh, fyrrum saksóknara og kemur úr afar efnaðri og valdamikilli fjölskyldu, sannkallað ættarveldi í Suður-Kaliforníu.

Smátt og smátt hafa fjölmiðlar varpað hulunni af ógeðfelldum afbrotum lögmannsins sem hefur verið háður ópíóíðum undanfarna tvo áratugi.

Í september á þessu ári var Alex Murdaugh til að mynda á leið til Charleston. Á leiðinni bilaði bíll hans og stöðvaði hann í vegkantinum. Öðrum bíl var ekið framhjá. Ökumaður hans stöðvaði fyrir framan bíl lögmannsins sneri við og ók framhjá Murdaugh og skaut hann í höfuðið og ók á brott. Nú er lögmaðurinn sakaður um að hafa skipulagt árásina sjálfur og hafi ætlun hans verið að halda yfir móðuna miklu en eftirláta elsta syni sínum, Buster, myndarlega summu í líftryggingafé. Ráðabruggið fór út um þúfur þó því skotið strauk aðeins höfuð Murdaugh og særði hann lítillega.

Þá hefur lögreglan opnað að nýju rannsóknir á ýmsum dauðsföllum í kringum Murdaugh-fjölskylduna undanfarin ár sem áður höfðu verið afgreidd sem slys en nú er óttast að Alex hafi átt hlut að máli. Þá hafa verið lagðar fram fjölmargar kærur gegn lögfræðingnum fyrir fjármálamisferli, meðal annars að hafa stolið milljónum dollara frá fjölskyldufyrirtækinu.

Hér að neðan eru ítarlegar umfjallanir um meinta glæpi Alex Murdaugh.

Sjá einnig: Morðin sem skekja samfélagið – Hver myrti mæðginin og eru tengsl við dauða tveggja unglinga? (september 2021)

Sjá einnig: Morð, horfnir peningar og yfirhylming – Málið sem heltekur þjóðina (október 2021)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“