fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Svona oft á að fara í bað

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. júlí 2022 15:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu oft ferð þú í bað eða sturtu? Ert þú manngerðin sem fer í bað einu sinni eða oftar á dag? Eða ert þú manngerðin sem fer ekki í bað nema nauðsyn krefji?

Ef þú ert önnur þessara manngerða þá eru baðvenjur þínar ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga. Þeir segja að það sé nóg að fara í bað tvisvar í viku.

Þetta er niðurstaða bandarískrar rannsóknar. Time.com skýrði frá þessu. Fram kemur að Elaine Larson, smitsjúkdómasérfræðingur við Columbia University School of Nursing, segi að engin ástæða sé til að fara daglega í bað. Larson vann að rannsókninni.

„Fólk heldur að það fari í bað af hreinlætisástæðum eða til að verða hreinna en út frá bakteríufræði er það ekki þannig. Bað fjarlægir lykt, ef það er ólykt af þér eða þú varst á æfingu,“ sagði hún og bætti við að það sé mikilvægara að muna að þvo sér reglulega um hendurnar og það vel.

C. Brandon Mitchell, prófessor í húðsjúkdómafræði við George Washington University, sagði að ef fólk vilji endilega fara í bað daglega eigi það að einbeita sér að mikilvægustu svæðunum, ekki öllum líkamanum því sum svæði geti ofþornað. Hann sagði að mikilvægast sé að þvo handarkrikana, endaþarminn og kynfærin því þetta séu þau svæði sem framleiði sterkustu lyktina. Restin af líkamanum þarfnist ekki sápuþvottar daglega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“